Silfurskeiðin
Þriðja árið í röð velur Fótbolti.net stuðningsmannahóp Stjörnunnar, Silfurskeiðina, sem stuðningsmenn ársins. Elías Guðmundsson og Viktor Hrafn Hólmgeirsson úr Silfurskeiðinni mættu í höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag og veittu viðurkenningarskjali viðtöku.
Silfurskeiðin hefur sett ný viðmið í stuðningi við fótboltalið á Íslandi.
Silfurskeiðin hefur sett ný viðmið í stuðningi við fótboltalið á Íslandi.
„Maður hefur efast svo oft í dag hvort þetta hafi raunverulega gerst. Þetta var gjörsamlega magnað. Þetta var tilfinningarússíbani sem tók þvílíkar sveiflur segir. Spielberg hefði ekki getað skrifað betra handrit. Þetta er gjörsamlega magnað og fullkominn endir á fullkomnu tímabili," segir Elías.
„Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og forréttindi að fá að styðja þetta lið. Klúbburinn hefur stutt vel við okkur og Stjarnan á hrós skilið fyrir að hjálpa okkur. Þetta var nánast eins og heimaleikur þarna í gær fannst manni í stúkunni," segir Viktor.
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Sjá einnig:
Silfurskeiðin stuðningsmenn ársins 2013
Silfurskeiðin stuðningsmenn ársins 2012
Athugasemdir
























