Gunnar Jarl Jónsson
Fótbolti.net velur Gunnar Jarl Jónsson sem dómara ársins 2014. Gunnar var einnig valinn bestur 2012 en í fyrra var það Garðar Örn Hinriksson sem hlaut þessa nafnbót.
„Ég undirbjó mig vel síðasta vetur og ég tel mig hafa dæmt betur en ég gerði í fyrra. Ég var þokkalega sáttur við árið í fyrra en ég var betri í ár," segir Jarlinn eins og hann er oft kallaður.
Kristinn Jakobsson átti einnig mjög gott sumar en hann var á síðasta tímabili sínu hér á landi áður en flautan fer á hilluna.
„Kiddi er okkar langbesti dómari fyrr og síðar. Það er gríðarlegur missir að missa hann en aðrir verða að stíga upp í staðinn."
Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um markmið sín sem alþjóðlegur dómari.
Sjá einnig:
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir