Rúnar Páll Sigmundsson - Stjarnan
Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari ársins í Pepsi-deild karla að mati Fótbolta.net. Á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar stýrði hann liðinu taplausu í gegnum Íslandsmótið og eftir magnaðan 2-1 útisigur gegn FH í úrslitaleik var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins staðreynd.
„Sumarið hefur verið lyginni líkast og velgengnin ótrúleg. Það er gríðarlegt afrek að fara í gegnum þetta mót taplausir. Ég er ánægður með hvernig þetta spilaðist því þetta hefur verið erfitt," segir Rúnar en það runnu gleðitár niður margar kinnar eftir sigurinn.
„Það var mikið grenjað í Garðabænum í gær. Það er alveg staðfest. Þetta var tilfinningaþrungið gærkvöld og við áttum góða stund saman. Ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig á þessu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Sjá einnig:
Rúnar Kristins besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjóns besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristins besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir