Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. október 2014 20:00
Magnús Már Einarsson
Frá óreglu í Íslandsmeistaratitil á einu ári
Magnús Már Einarsson skrifar frá Álaborg
Augnablikið sem Ólafur Karl teiknaði upp í nóvember í fyrra.
Augnablikið sem Ólafur Karl teiknaði upp í nóvember í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég stuðaði marga í klúbbnum og síðasta haust vildu einhverjir láta mig fara út af agavandamálum og örugglega því ég var ekkert sérlega góður. Ég fékk þau skilaboð að einhverjir vildu mig úr klúbbnum og ég skil það mjög vel.
,,Ég stuðaði marga í klúbbnum og síðasta haust vildu einhverjir láta mig fara út af agavandamálum og örugglega því ég var ekkert sérlega góður. Ég fékk þau skilaboð að einhverjir vildu mig úr klúbbnum og ég skil það mjög vel.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Þetta var frekar skrýtið ár. Mér leið illa og var kominn í slæman félagsskap. Það voru veruleg vandamál í gangi. Þetta truflaði mig bæði i fótboltanum og í lífinu.“
,,Þetta var frekar skrýtið ár. Mér leið illa og var kominn í slæman félagsskap. Það voru veruleg vandamál í gangi. Þetta truflaði mig bæði i fótboltanum og í lífinu.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var svolítið í því að brjóta mig niður á síðasta tímabili. Það var mikið þunglyndi í gangi og ég gat ekki fyrirgefið mér fullt af hlutum. Ég var andlega gjaldþrota.
,,Ég var svolítið í því að brjóta mig niður á síðasta tímabili. Það var mikið þunglyndi í gangi og ég gat ekki fyrirgefið mér fullt af hlutum. Ég var andlega gjaldþrota.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ólafur Karl og Máni Pétursson eftir leikinn á laugardaginn.  ,Við höfum alltaf verið mjög góðir vinir en vandamál mín í fyrra gerðu okkur nánari. Hann hefur unnið með mörgum og gat miðlað af reynslu sinni. Ég á honum og fleirum allt að þakka.
Ólafur Karl og Máni Pétursson eftir leikinn á laugardaginn. ,Við höfum alltaf verið mjög góðir vinir en vandamál mín í fyrra gerðu okkur nánari. Hann hefur unnið með mörgum og gat miðlað af reynslu sinni. Ég á honum og fleirum allt að þakka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Guðjónsson og Ólafur.  ,,Ég ákvað að gera nýja bók sem var ekki búið að skrifa í nema ,,Íslandsmeistarar“ og ég horfi á það.“
Davíð Guðjónsson og Ólafur. ,,Ég ákvað að gera nýja bók sem var ekki búið að skrifa í nema ,,Íslandsmeistarar“ og ég horfi á það.“
Mynd: Úr einkasafni
,,Ég sagði ‚við verðum Íslandsmeistarar‘. Menn hristu hausinn og sögðu að við ættum að stefna bara á Evrópusæti. Garðar Jó var sá eini sem var tilbúinn að trúa þessu þá.
,,Ég sagði ‚við verðum Íslandsmeistarar‘. Menn hristu hausinn og sögðu að við ættum að stefna bara á Evrópusæti. Garðar Jó var sá eini sem var tilbúinn að trúa þessu þá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var með tvo miða og ég hafði annan þeirra alltaf með mér á æfingu. Ég var með hann í vasanum á æfingatreyjunni. Þegar það gekk ekki nógu vel á æfingum þá leit ég á miðann og setti hugann aftur á markmiðið.
,,Ég var með tvo miða og ég hafði annan þeirra alltaf með mér á æfingu. Ég var með hann í vasanum á æfingatreyjunni. Þegar það gekk ekki nógu vel á æfingum þá leit ég á miðann og setti hugann aftur á markmiðið.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Sigurmarkinu fagnað! ,,Eftir markið þá hugsaði ég hvað ég ætti að gera. Ég sá bróðir minn og hljóp til hans og gaf honum high-five.“
Sigurmarkinu fagnað! ,,Eftir markið þá hugsaði ég hvað ég ætti að gera. Ég sá bróðir minn og hljóp til hans og gaf honum high-five.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum eins og rokkstjörnur á tónleikaferðalagi í allt sumar. Þetta var svo gaman. Það er svo mikilvægt að hafa gaman að þessu. Maður þarf oft að læra að hafa gaman að hlutunum og taka þeim ekki of alvarlega.
,,Við vorum eins og rokkstjörnur á tónleikaferðalagi í allt sumar. Þetta var svo gaman. Það er svo mikilvægt að hafa gaman að þessu. Maður þarf oft að læra að hafa gaman að hlutunum og taka þeim ekki of alvarlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var þvílíkt gaman og óraunverulegt. Það var svo mikið win-win að vera með Stjörnunni í þessu. Maður fattaði þetta eftir leikinn og hugsaði ‚hvað var í gangi?‘ Maður hafði aldrei séð svona stemningu áður.“
,,Þetta var þvílíkt gaman og óraunverulegt. Það var svo mikið win-win að vera með Stjörnunni í þessu. Maður fattaði þetta eftir leikinn og hugsaði ‚hvað var í gangi?‘ Maður hafði aldrei séð svona stemningu áður.“
Mynd: Úr einkasafni
,,Leikmennirnir lögðu mig í einelti og þjálfarinn var ekkert að hjálpa til. Leikmennirnir töluðu illa um mann á hollensku þrátt fyrir að maður hafi skilið hollensku og þetta braut mann smátt og smátt niður þar til að maður brotnaði alveg. Þetta var ekki góður hópur sem ég var í.
,,Leikmennirnir lögðu mig í einelti og þjálfarinn var ekkert að hjálpa til. Leikmennirnir töluðu illa um mann á hollensku þrátt fyrir að maður hafi skilið hollensku og þetta braut mann smátt og smátt niður þar til að maður brotnaði alveg. Þetta var ekki góður hópur sem ég var í.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gott að tapa bikarúrslitunum. ,,Það var eiginlega blessun að við töpuðum þessum leik. Ég hefði aldrei verið jafn mótíveraður fyrir þetta sumar ef við hefðum unnið. Ef við hefðum unnið einn bikar hefðum við farið að ljúga að sjálfum okkur. Haldið að við værum meira en við erum og orðið smá saddir. Í dag er það besta sem gat gerst að hafa tapað þessu.“
Gott að tapa bikarúrslitunum. ,,Það var eiginlega blessun að við töpuðum þessum leik. Ég hefði aldrei verið jafn mótíveraður fyrir þetta sumar ef við hefðum unnið. Ef við hefðum unnið einn bikar hefðum við farið að ljúga að sjálfum okkur. Haldið að við værum meira en við erum og orðið smá saddir. Í dag er það besta sem gat gerst að hafa tapað þessu.“
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er oft lítið frelsi í að vera atvinnumaður. Að vera í Stjörnunni og gera eitthvað annað með því gæti þess vegna verið ágætt. Pabbi er með fyrirtæki og hefur það ágætt og bróðir minn er með húsgagnaverslun. Það er hægt að gera ýmislegt og spila með Stjörnunni á sama tíma. Ef ég ákveð að finna mér eitthvað annað að gera með fótboltanum þá mun ég finna það. Ég mun samt alltaf skoða það að fara út ef það er eitthvað spennandi sem býðst. Eins og ég segi það er bara spurningin hvert nýju markmiðin leiða mig.
,,Það er oft lítið frelsi í að vera atvinnumaður. Að vera í Stjörnunni og gera eitthvað annað með því gæti þess vegna verið ágætt. Pabbi er með fyrirtæki og hefur það ágætt og bróðir minn er með húsgagnaverslun. Það er hægt að gera ýmislegt og spila með Stjörnunni á sama tíma. Ef ég ákveð að finna mér eitthvað annað að gera með fótboltanum þá mun ég finna það. Ég mun samt alltaf skoða það að fara út ef það er eitthvað spennandi sem býðst. Eins og ég segi það er bara spurningin hvert nýju markmiðin leiða mig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég ráfa bara um í enga átt núna. Það er búið að fara þvílíkt púður í þetta og ég hef ekki fengið að pæla í neinu öðru. Ég þarf að hugsa þetta vel.
,,Ég ráfa bara um í enga átt núna. Það er búið að fara þvílíkt púður í þetta og ég hef ekki fengið að pæla í neinu öðru. Ég þarf að hugsa þetta vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan er 17:50 laugardaginn 4. október 2014. Einungis örfáar mínútur eru eftir af einu mest spennandi Íslandsmóti sögunnar. Fjöldi fólks fylgist með í sjónvarpi og á netinu og á Kaplakrikavelli eru tæplega 6500 áhorfendur með hnút í maganum af spennu. Rólegasti maðurinn á svæðinu er Ólafur Karl Finsen sem er að fara að taka stærstu vítaspyrnu í sögu Stjörnunnar. Ólafur Karl er ekki vitund stressaður þar sem hann er 100% viss um að hann muni skora og tryggja Garðbæingum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Fyrir honum er þetta síðasta blaðsíðan í bók sem hann byrjaði að skrifa í nóvember í fyrra. Endirinn á bókinni átti að vera nákvæmlega svona.

Þegar Ólafur Karl byrjaði að skrifa bókina hafði hann einn trú á innihaldinu. Fyrsta orðið sem fór á blað í nóvember var einfaldlega „Íslandsmeistarar 2014“. Ef einhver hefði vitað af þessu markmiði Ólafs á þessum tíma hefði hann líklega hlegið. Ólafur Karl skoraði einungis þrjú mörk í fyrrasumar, var í andlegum vandræðum með sjálfan sig og eftir tímabilið höfðu Stjörnumenn fengið nóg. Uppeldisfélagið ætlaði að láta Ólaf Karl fara.

,,Ég stuðaði marga í klúbbnum og síðasta haust vildu einhverjir láta mig fara út af agavandamálum og örugglega því ég var ekkert sérlega góður. Ég fékk þau skilaboð að einhverjir vildu mig úr klúbbnum og ég skil það mjög vel,“ sagði Ólafur Karl þegar Fótbolti.net settist niður með honum í Álaborg í Danmörku í vikunni.

,,Rúnar Páll (Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar) ákvað að sjá aðeins til með þetta og ákvað að gefa mér sénsinn eftir að ég talaði við hann. Rúnar er einmitt ekki bara góður þjálfari hann er líka góður maður og ég held að hann hafi séð hvað ég vildi mikið fá að leiðrétta minn hlut. Hann sér örugglega ekki eftir því í dag. Almar, Sæmi, Maggi Viðar, Jón Gunnar og Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, eiga líka endalaust þakklæti skilið fyrir að standa með mér og trúa á mig. Ég veit að þessir menn og Máni Pétursson stóðu með mér."

Leiddist út í óreglu
Árið í fyrra var mjög erfitt fyrir Ólaf Karl. Andlega leið honum mjög illa og hann leiddist út í óreglu í kjölfarið.

,,Þetta var frekar skrýtið ár. Mér leið illa og var kominn í slæman félagsskap. Það voru veruleg vandamál í gangi. Þetta truflaði mig bæði i fótboltanum og í lífinu.“

Ólafur Karl fór í óreglu fyrir tímabilið í fyrra en tók sig á áður en tímabilið hófst. Um mitt sumar fór hann hins vegar aftur að missa tök á sér. ,,Ég byrjaði aftur um mitt sumar þegar það gekk ekki vel og ég gaf skít í þetta. Það var einhver örvænting hjá mér."

,,Ég er enginn alki eða fíkill. Ég þráði bara fjarveru frá lífinu. Sumir gera það með því að borða of mikið, eyða peningum vera reitt og tala illa um allt og alla en ég notaði þessa leið."

,, Ég var svolítið í því að brjóta mig niður á síðasta tímabili. Það var mikið þunglyndi í gangi og ég gat ekki fyrirgefið mér fullt af hlutum. Ég var andlega gjaldþrota. Þekkingin var ekki til staðar um að það er hægt að vinna sig út úr því með því að læra á það. Þegar manni líður ekki vel og hefur ekki trú á að maður geti unnið sig aftur í gleðina og vellíðan þá er kannski skiljanlegt að leita að einhverjum öðrum leiðum til að fá einhverja vellíðan.“


Ólafur Karl æfði mjög vel fyrir tímabilið í fyrra en það skilaði sér ekki inni á vellinum. ,,Ég æfði mjög vel í fyrra án þess að vera eitthvað að pæla í vírusnum sem var í hausnum á mér. Það var margt sem ég áttaði mig ekki á að ég þyrfti að gera. Ég þurfti að taka ábyrgð á öllu því sem hefur gerst og fyrirgefa það sem hefur gerst . Það tókst mjög vel og ég náði að fyrirgefa sjáfum mér.“

Ólafur náði að hefja alveg nýjan kafla í lífi sínu síðastliðið haust eftir að hafa fengið hjálp frá Mána Péturssyni.

,,Við höfum alltaf verið mjög góðir vinir en vandamál mín í fyrra gerðu okkur nánari. Hann hefur unnið með mörgum og gat miðlað af reynslu sinni. Ég á honum og fleirum allt að þakka. Það er ógeðslega fyndið að maður sér það þegar maður lendir í vandræðum hverjir eru virkilega vinir sínir. Davíð Guðjónsson, fyrrum markvörður hjá Stjörnunni og Darri Steinn Konráðsson í Vikingi, ég á þeim mikið að þakka. Foreldrum mínum líka, þó að þau hafi ekki verið mikið inni í þessu. Ég náði að fela vandamálin fyrir þeim. Það er líka gaman hvað vinir mínir og feðgar Logi Ólafsson og Andrés gátu samglaðst með mér. Þeir hafa alltaf haft endalausa trú á mér."

Námskeið á netinu hjálpaði meira en sálfræðingur
Ólafur Karl leitaði hjálpar hjá sálfræðingi í fyrrasumar en það hjálpaði honum ekki. Hann fór aðra leið til að vinna bug á sínum vandamálum.

,,Hausinn hefur breyst hjá mér undanfarið ár. Ég hef alltaf verið að reyna að breyta utanaðkomandi aðstæðum en maður þarf fyrst að breyta inn í sér. Maður lagar ekki eldhúsið með því að mála húsið að utan.“

,,Ég endurprógramaði mig. Ég fór í eitthvað námskeið á netinu um mótíveringu og markmið. Eins konar heimspeki. Ég lærði eiginlega allt þar með Mána með mér í liði. Það var lausnin fyrir mig. Ef maður fer til sálfræðings er maður að tala um áhyggjur og hvað er að í stað þess að gleyma því og byrja á einhverju nýju og tala um það sem þú vilt. Þú ert alltaf að tala um það sem þú vilt ekki við sálfræðinga og það er mikið af raunsæis hugsunum.“

,,Mér finnst það vandamál hjá mörgum að hugsa raunsætt. Ég ákvað að fara að hugsa óraunsætt. Ef að raunsæ hugsun er búin að koma mér þangað sem ég er þá þyrfti ég væntanlega að hugsa meira óraunsætt til að komast lengra. Ég ákvað að hugsa stórt.“


Ákvað í nóvember að verða Íslandsmeistari
Ólafur Karl ákvað svo sannarlega að hugsa stórt. Stjarnan hafði aldrei unnið titil og í vetur voru menn í Garðabænum ekkert alltof bjartsýnir þrátt fyrir ágætis gengi undanfarin ár. Ólafur Karl var með eitt markmið í huga frá því að undirbúningstímabilið hófst.

,,Í nóvember í fyrra ákvað ég að ég ætlaði að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni og skrifaði það niður. Í stað þess að hugsa aftur á bak og hugsa um eitthvað sem ég get ekki breytt þá ákvað ég að fyrigefa það. Ég ákvað að gera nýja bók sem var ekki búið að skrifa í nema ,,Íslandsmeistarar“ og ég horfi á það.“

,,Þú þarft ekki að trúa því strax. Þú getur skrifað lygi niður en ef þú lest hana nógu oft þá ferðu að trúa henni. Þegar þú trúir henni þá fer það að gerast. Þegar þú byrjar að nálgast það þá byrjar það að nálgast þig.“


Garðar Jó eini sem hafði sömu trú
Óhætt er að segja að markmið Ólafs Karls hafi verið mun stærra en hjá liðsfélögum hans. Það endurspeglaðist þegar markmiðin voru sett fyrir tímabilið.

,,Við vorum með markmiðsfund í æfingaferðinni á Spáni í mars. Ég sagði ‚við verðum Íslandsmeistarar‘. Menn hristu hausinn og sögðu að við ættum að stefna bara á Evrópusæti. Garðar Jó var sá eini sem var tilbúinn að trúa þessu þá. Ég var svekktur og fór bara af fundinum. Ég tók ekki meira þátt í honum.“

Þrátt fyrir að liðsfélagarnir hafi ekki verið alltof bjartsýnir þá glataði Ólafur Karl ekki trúnni á markmiði sínu og lagði mikið á sig. ,,Ég æfði mjög vel. Ég er svolítið ofvirkur og æfi oft eiginlega of mikið. Rúnar reyndi að halda mér niðri en honum tókst það ekkert alltof vel,“ sagði Ólafur Karl og hló.

,,Ég svindlaði og fór á aukaæfingar. Það er fíkn að klára æfingu. Ég var mikið að hjóla á þrekhjóli og síðan tók ég líka aukaæfingar á kvöldin. Þetta er þráhyggja í að ná árangri og núna var ég með þráhyggju að ná árangri með liðinu en ekki um eigin frama.“

Með miðann í vasanum á æfingum
Til að hafa markmiðið alltaf við hendina ákvað hann að taka ‚,Íslandsmeistara miðann“ með sér á æfingar.

,,Ég var með tvo miða og ég hafði annan þeirra alltaf með mér á æfingu. Ég var með hann í vasanum á æfingatreyjunni. Þegar það gekk ekki nógu vel á æfingum þá leit ég á miðann og setti hugann aftur á markmiðið. Strákarnir í liðinu vissu ekkert af þessu því ég faldi miðann vel,“ sagði Ólafur sem gaf Mána annan miðann eftir tímabilið. Hinn miðinn er hins vegar týndur. ,,Hann er nafnlaus en ef einhver finnur hann þá má hann samt skila honum,“ sagði Ólafur Karl og skellti upp úr.

Lokakaflinn í bók Ólafs var skrifaður á laugardag og endirinn var alveg eins og hann hafði hugsað sér. Ólafur fiskaði vítaspyrnu í viðbótartíma og skoraði sjálfur markið sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. ,,Ég var búinn að ákveða þetta. Þegar maður er búinn að hugsa þetta og byrjaður að trúa því þá gerist þetta. Þegar Kiddi (Kristinn Jakobsson) flautaði vítið þá vissi ég að við værum Íslandmeistarar.“

,,Ég hafði svo mikla trú á þessu. Það þurfti ekkert hugrekki í að taka vítaspyrnuna. Hugrekkið var að hafa ákveðið þetta í nóvember og hjá Rúnari að gefa mér séns. Hugrekkið var að halda áfram eftir Evrópuævintýrið. Hugrekkið var ekkert fólgið í þessu mómenti. Maður þarf líka að vera viljugur til að mistakast. Það þarf hugrekki til að taka föllin þegar þau koma.“


Heyrði ekki hvað FH-ingarnir sögðu
Ólafur Karl þurfti að bíða í smástund eftir að taka vítaspyrnuna en það reyndi lítið á taugarnar. Hann tók gras undan skónum og lét FH-inga ekki hafa nein áhrif á sig. ,,Það var mikil tilhlökkun hjá mér. Einhverjir FH-ingar reyndu að segja eitthvað en ég tók ekki eftir því. Pablo Punyed sagði við mig að ég væri bara úti á sparkvelli.“

Ólafur Karl var það kaldur á vítapunktinum að spyrnan hefði allt eins getað verið á sparkvelli í Garðabæ. Ólafur horfði á Róbert Örn Óskarsson markvörð FH skutla sér áður en hann renndi boltanum í netið.

,,Ég beið og horfði á hann. Ég var búinn að æfa með því að senda Svenna (varamarkvörð Stjörnunnar) tíu sinnum í vitlaust horn af tíu mögulegum. Eftir markið þá hugsaði ég hvað ég ætti að gera. Ég sá bróðir minn og hljóp til hans og gaf honum high-five.“

Fögnuður Garðbæinga var ósvikinn eftir leik og Ólafur Karl segist fyrst þá hafa áttað sig á því hvað titillinn hefur mikla þýðingu fyrir marga. ,,Það sem gaf mér mest var að sjá hvað fólkið var ánægt. Ólíklegustu menn fóru að hágráta og maður áttaði sig ekki alveg á því hvða þetta skiptir fólkið miklu máli. Maður pirrast oft þegar fólk öskrar inn á völlinn þegar kemur ein léleg sending. Maður sér það svo þarna hvað fólkið vill liðinu vel. Þetta er svo mikil ást.“

Eins og rokkstjörnur á tónleikaferðalagi
Árið 2014 mun aldrei gleymast hjá Stjörnunni. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn var ekki eina afrekið því félagið fór áfram í 4. umferð Evrópudeildarinnar og mætti á endanum ítalska stórliðinu Inter eins og frægt er orðið.

,,Við vorum eins og rokkstjörnur á tónleikaferðalagi í allt sumar. Þetta var svo gaman. Það er svo mikilvægt að hafa gaman að þessu. Maður þarf oft að læra að hafa gaman að hlutunum og taka þeim ekki of alvarlega,“ sagði Ólafur Karl sem segir það hafa verið ótrúlega upplifun að spila á San Siro á Ítalíu.

,,Þetta var þvílíkt gaman og óraunverulegt. Það var svo mikið win-win að vera með Stjörnunni í þessu. Maður fattaði þetta eftir leikinn og hugsaði ‚hvað var í gangi?‘ Maður hafði aldrei séð svona stemningu áður.“

Ólafur Karl lenti í orðaskiptum við varnarmanninn reynda Nemanja Vidic í lyfjaprófi eftir leikinn á Laugardalsvelli og sagði í kjölfarið að Serbinn væri fokking leiðinlegur. Ólafur Karl segir leikmenn Inter hins vegar hafa sýnt auðmýkt í leikjunum.

,,Þetta byrjaði af því að mér fannst Vidic vera með hroka og þá byrjuðum við að rífast. Þeir voru síðan ekki með neinn hroka. Þeir sýndu okkur virðingu á Laugardalsvelli með því að mæta með sitt besta lið. Þeir fögnuðu fyrsta markinu þvílíkt og ég tók það út úr þessum leik.“

Liðsfélagarnir lögðu Ólaf í einelti
Eins og kom fram fyrr í viðtalinu þá hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum hjá Ólafi Karl. Hann vakti snemma athygli fyrir fótboltahæfileika sína og 16 ára fór hann út til hollenska félagsins AZ Alkmaar þar sem hann spilaði með unglinga og varaliði. Dvölin þar endaði þó á að vera martröð.

,,Maður hafði ekki lent í neinu mótlæti fram að þessu. Leikmennirnir lögðu mig í einelti og þjálfarinn var ekkert að hjálpa til. Leikmennirnir töluðu illa um mann á hollensku þrátt fyrir að maður hafi skilið hollensku og þetta braut mann smátt og smátt niður þar til að maður brotnaði alveg. Þetta var ekki góður hópur sem ég var í,“ sagði Ólafur Karl sem var þó ekki með heimþrá.

,,Ég er mikil einfari og get verið einn úti í rassgati eins og ég vil. Vandamálið var bara inni í klúbbnum. Mér leið mjög vel í Hollandi og það var fínt að búa þar en aðstæðurnar voru erfiðar í klúbbnum. Lífið í klúbbnum var ömurlegt en fyrir utan var það fínt.“

Besta sem gat gerst að tapa í bikarúrslitunum
Eftir að hafa komið aftur í Stjörnuna og spilað í Pepsi-deildinni 2010 og 2011 fór Ólafur Karl í Selfoss árið 2012. Hann var því ekki í liði Stjörnunnar sem tapaði gegn KR í bikarúrslitum það árið. Í bikarúrslitunum gegn Fram í fyrra kom Ólafur Karl inn á sem varamaður fyrir Kennie Chopart undir lok fyrri hálfleiks. Stjarnan leiddi þá 2-0 og var með pálmann í höndunum en liðið tapaði á endanum í vítaspyrnukeppni. Ólafur Karl kenndi sér um tapið.

,,Þetta var algjör viðbjóður. Þetta var versti dagur lífs míns og þetta var mjög erfitt. Ég kenndi mér um það tap og get tekið það á mig. Ég kom inn á í stöðunni 2-0 og var lélegur. Þeir skora tvö mörk, við verðum hræddir og þá var leikurinn tapaður. Mér finnst fólk samt geta fyrirgefið mér núna. Ég er allavega búinn að fyrirgefa mér,“ segir Ólafur og lítur á björtu hliðarnar við tapið.

,,Það var eiginlega blessun að við töpuðum þessum leik. Ég hefði aldrei verið jafn mótíveraður fyrir þetta sumar ef við hefðum unnið. Ef við hefðum unnið einn bikar hefðum við farið að ljúga að sjálfum okkur. Haldið að við værum meira en við erum og orðið smá saddir. Í dag er það besta sem gat gerst að hafa tapað þessu.“

Hefur íhugað að hætta í fótbolta
Ólafur er 22 ára gamall og á hans aldri hugsa margir fótboltamenn um að komast út í atvinnumennsku. Er það eitthvað sem Ólafur stefnir að?

,,Að vera atvinnumaður er ekkert alltaf dans á rósum. Ég er búinn að upplifa það. Leikmenn fara út á reynslu hjá erlendum félögum í von um samningstilboð og semja jafnvel bara við einhvern til að komast út. Ég mun aldrei gera það. Atvinnumenska er ekkert markmið í sjálfum sér. Ef það er eitthvað sem ég er búin að læra þá er það að hamingja og vellíðan er töluvert mikilvægara markmið."

Í viðtölum eftir leikinn um síðustu helgi gaf Ólafur í skyn að hann myndi jafnvel vilja hætta í fótbolta.

,,Mig langar ekki að hætta í fótbolta reyndar. Ekki núna. Það hefur komið upp sú hugsun að taka frí í eitt ár, gera eitthvað annað og fá gleðina aftur. Mér finnst gleðin vera komin núna. Það er meiri spurning með þetta atvinnudæmi, Ég verð að vita hvað ég vil og hvert ég ætla. Ég þarf ný markmið. Mér finnst ógeðslega gaman að spila fyrir Stjörnuna og ég mun semja við þá aftur hvort sem ég fari út eftir það eða ekki."

Ólafur er í U21 árs landsliði Íslands sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM á morgun. Kitlar það hann ekkert í að langa út? ,,Nei ekkert frekar. Það er oft lítið frelsi í að vera atvinnumaður. Að vera í Stjörnunni og gera eitthvað annað með því gæti þess vegna verið ágætt. Pabbi er með fyrirtæki og hefur það ágætt og bróðir minn er með húsgagnaverslun. Það er hægt að gera ýmislegt og spila með Stjörnunni á sama tíma. Ef ég ákveð að finna mér eitthvað annað að gera með fótboltanum þá mun ég finna það. Ég mun samt alltaf skoða það að fara út ef það er eitthvað spennandi sem býðst. Eins og ég segi það er bara spurningin hvert nýju markmiðin leiða mig."

Gagnrýnir menntakerfið
Frá því að Ólafur Karl kom heim frá Hollandi hefur hann meðal annars sest á skólabekk í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann reiknar þó ekki með að ljúka námi þar.

,,Fólk er með vitlaust concept í skóla. Fólk heldur að það að lesa, muna, og setja a blað sé að læra. Það þýðir samt ekki endilega að þú hafir lært neitt nema kannski að læra að nota minnið," segir Ólafur og nefnir lokapróf máli sínu til stuðnings. ,,Ég er sérfræðingur í því að læra viku fyrir próf og ná því. Eina sem þú lærir er að leggja hluti á minnið."

,,Ég fór í íþróttafræði í FG. Það fyrsta sem er kennt í íþróttafræði er markmið og að það verði að vera raunsætt. Ég er ekki að fara að hoppa aftur í FG eða einhvern skóla. Ég er búinn að læra meira á þessu ári heldur en ég hef lært frá því að ég byrjaði í 6 ára bekk.“

Ólafur segist hafa gert lítið utan fótboltans undanfarið ár. ,,Ég er svo mikill einfari að ég meika ekki einu sinni að eiga kærustu,“ sagði Ólafur og hló áður en hann bætir við: ,,Ég horfi reyndar mikið á box. Ég horfi mikið á Floyd Mayweather. Hann er inspiration. Sölumennskan hjá honum er geggjuð.“

Eftir mánuð verður eitt ár liðið síðan Ólafur snéri við blaðinu og setti sér markmið fyrir sumarið 2014. Hvað mun verða fyrsta orðið í nýju ,,bókinni“ sem hann mun skrifa?

,, Ég veit það ekki. Ég ráfa bara um í enga átt núna. Það er búið að fara þvílíkt púður í þetta og ég hef ekki fengið að pæla í neinu öðru. Ég þarf að hugsa þetta vel,“ sagði Ólafur Karl en áhugavert verður að sjá hvort næsti miði sem hann skrifar hafi sömu áhrif og miðinn sem hann skrifaði í nóvember í fyrra..
Athugasemdir
banner
banner
banner