Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. október 2014 15:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: blikar.is 
Arnar Grétars orðinn þjálfari Breiðabliks (Staðfest)
Arnar Grétarsson að störfum í Belgíu.
Arnar Grétarsson að störfum í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Arnar í leik með Breiðabliki fyrir nokkrum árum.
Arnar í leik með Breiðabliki fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson er hættur þjálfun Breiðabliks en þetta staðfesti hann á Twitter rétt í þessu. Fram kemur á blikar.is að Arnar Grétarsson er nýr þjálfari liðsins.

Breiðablik er uppeldisfélag Arnars og lék hann síðast með liðinu sumarið 2009 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Arnar var þá jafnframt aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar, sem þjálfaði liðið.

Síðustu ár hefur Arnar stýrt knattspyrnumálum hjá Club Brugge í Belgíu og hafði áður gegnt sömu stöðu hjá AEK í Aþenu.

Arnar tekur við starfinu af Guðmundi Benediktssyni. Hann varð aðalþjálfari liðsins á nýafstöðnu tímabili eftir að Ólafur Kristjánsson hvarf til starfa í Danmörku. Tímabundinn samningur við hann og Willum Þór Þórsson, aðstoðarþjálfara, rann út í lok keppnistímabilsins.

Mikill fengur að Arnari
„Það er mikill fengur að því að fá Arnar aftur til starfa hjá Breiðabliki og fagnaðarefni,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, við vefsíðuna blikar.is

„Arnar hefur mikla reynslu af fótboltanum á stóra sviðinu og þekkir líka vel til starfsins hér í Kópavogi. Um leið þökkum við Guðmundi og Willum fyrir gott starf í þágu félagsins. Það var ekki einföld staða sem við blasti þegar Ólafur ákvað að ráða sig til Nordsjælland þegar keppnistímabilið var rétt að byrja. Þeir, ásamt strákunum inni á vellinum, tókust á við það af æðruleysi og tryggðu að Breiðablik spilar áfram á meðal þeirra bestu,“ segir Eysteinn.

Ánægður að koma heim
„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun að koma aftur heim í Kópavoginn. Þetta er krefjandi en jafnframt mjög spennandi verkefni að halda áfram með og reyna að byggja ofan á þá góðu vinnu sem Ólafur, Guðmundur og Willum hafa unnið undanfarin ár fyrir félagið," segir Arnar.

Ferill Arnars:

Á árunum 1988–1997 lék Arnar 139 leiki fyrir Breiðablik og 6 leiki fyrir Leiftur.

1997–2000 lék hann 67 leiki fyrir AEK í Aþenu og varð bikarmeistari með liðinu aldamótaárið. Við tóku 157 leikir fyrir Lokeren í Belgíu á árabilinu 2000-2006.

Þá kom hann heim til Breiðabliks og lék 60 leiki á árunum 2006-2009.

Arnar lék 71 A-landsleik fyrir Íslands hönd og rúmlega 20 leiki með ungmennaliðum Íslands.



Athugasemdir
banner
banner