Valsmenn hefja undirbúningstímabil sitt á morgun þegar fyrsta æfing þeirra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar fer fram.
Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, sagði við Fótbolta.net í dag að vinna í leikmannamálum stæði yfir og tíðinda væri vonandi að vænta frá Hlíðarenda á næstunni.
Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, sagði við Fótbolta.net í dag að vinna í leikmannamálum stæði yfir og tíðinda væri vonandi að vænta frá Hlíðarenda á næstunni.
Þeir Tonny Mawejje og Billy Berntsson hafa yfirgefið herbúðir Vals og segir Jóhann mjög ólíklegt að þeir muni snúa aftur.
Tonny er í eigu Haugesund í Noregi en hann kom á lánssamningi til Vals á miðju sumri. Sænski hægri bakvörðurinn Billy Berntsson gekk í raðir Vals í júlí en náði ekki að heilla menn á Hlíðarenda.
Þá er samningur skoska miðjumannsins Iain Williamson runninn út og segir Jóhann að ekki hafi verið tekin ákvörðun varðandi hann.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vilja Valsmenn fá Baldvin Sturluson frá Stjörnunni. Baldvin er 25 ára og getur bæði leikið í vörn og á miðju en hann var lánaður til Breiðabliks á liðnu sumri. Jóhann vildi ekki staðfesta þennan orðróm.
Athugasemdir