Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 07. nóvember 2014 13:38
Magnús Már Einarsson
Íslenski hópurinn - Hörður og Ögmundur inn
Icelandair
Lars á fréttamannafundinum í dag.
Lars á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfarar Íslands tilkynntu nú rétt í þessu landsliðshópinn sem mætir Belgíu í vináttuleik á miðvikudag og Tékkum í undankeppni EM sunnudaginn 16. nóvember.

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Cesena, kemur inn í hópinn fyrir Þórarinn Inga Valdimarsson. Ögmundur Kristinsson, markvörður Randers, kemur enn inn í hópinn fyrir Gunnleif Gunnleifsson sem hefur verið í hópnum undanfarin ár.

,,Breytingin er ekki gerð af því að við erum ósáttir við Gunnleif. Hann hefur verið bæði góður á milli stanganna og miðlað af reynslu sinni. Hann hefur verið sterkur sem markvörður og liðsmaður. Við erum ánægðir með Ingvar og Ömma sem hafa bætt sig í ár og fengið góða reynslu. Við sjáum til í næsta verkefni, hvað gerist," sagði Heimir.

Í leiknum gegn Belgíu gætu leikmenn fengið tækifæri sem hafa spilað minna hingað til í undankeppninni.

,,Þetta gefur okkur ákveðna möguleika til að skoða leikmenn í stöðum og líka til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Tékkum. Í þriðja lagi erum við í fimm daga í Belgíu við góða aðstæður. Það er gott að æfa ekki föst leikatriði og annað í keppnislandinu og við teljum að það sé betri undirbúningur að vera í Belgíu," sagði Heimir.

Ísland sigraði Holland 2-0 í síðasta leik og landsliðsþjálfararnir voru hæstánægðir með frammistöðuna þar.

,,Áður en ég tók við Íslandi stýrði ég oft leikjum með frábærum varnarleik en varnarleikurinn gegn Hollandi var líklega sá besti," sagði Lars á fréttamannafundi í dag en þjálfararnir vilja halda væntingum niðri. ,,Það skiptir engu hvað við höfum afrekað eða hve góðir við teljum að við séum. Við höfum bara tekið 3 skref í átt að Frakklandi."

Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson - Sandnes Ulf
Ögmundur Kristinsson - Randers
Ingvar Jónsson - Stjarnan

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson - Brann
Ragnar Sigurðsson - Krasnodar
Kári Árnason - Rotherham
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - Ural
Ari Freyr Skúlason - OB
Theodór Elmar Bjarnason - Randers
Hallgrímur Jónasson - SönderjyskE
Hörður Björgvin Magnússon - Cesena

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Hellas Verona
Helgi Valur Daníelsson - AGF
Jóhann Berg Guðmundsson - Charlton
Birkir Bjarnason - Pescara
Rúrik Gíslason - Kaupmannahöfn
Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea
Ólafur Ingi Skúlason - Zulte Waregem

Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson - Ajax
Alfreð Finnbogason - Real Sociedad
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga
Jón Daði Böðvarsson - Viking
Athugasemdir
banner
banner