Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 18. nóvember 2014 10:05
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig til SönderjyskE (Staðfest)
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Danska félagið SönderjyskE hefur fengið Baldur Sigurðsson fyrirliða KR til liðs við sig.

Baldur var á reynslu hjá SönderjyskE á dögunum og hann hefur nú skrifað undir eins árs samning með möguleika á tveggja ára framlengingu.

,,Við erum alltaf ánægðir með að fá íslenska leikmenn til SönderjyskE og við erum viss um að Baldur Sigurðsson verður góð viðbót fyrir félagið," sagði Hans Jörgen Haysen yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE.

Hinn 29 ára gamli Baldur kom til KR frá norska félaginu Bryne IL fyrir leiktíðina 2009. Hann hefur skorað 64 mörk í 235 leikjum með KR.

Hann er 12. leikjahæsti leikmaður félagsins ásamt Sæbirni Guðmundssyni og 14. markahæsti ásamt Ólafi Hannessyni.

Baldur er uppalinn hjá Völsungi en hann spilaði með Keflavík áður en hann fór út til Noregs árið 2007.

SönderjyskE er í áttunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir 14 umferðir. Hallgrímur Jónasson leikur með liðinu en hann mun fara til OB í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner