fim 20. nóvember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Pálmi Rafn: Virðist ekki áhugi á að ná samkomulagi
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason er að öllum líkindum á leið frá Lilleström. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að tilboð frá félaginu um nýjan samning hafi verið algjörlega óásættanlegt.

„Það virðist vera að ekki verði frekari viðræður á milli okkar. Íþróttastjóri félagsins virðist ekki hafa áhuga á að ná samningi við mig;" segir Pálmi.

Pálmi er 29 ára miðjumaður en hann hefur verið hjá Lilleström undanfarin þrjú ár og spilað stórt hlutverk. Hann var öflugur á lokaspretti liðins tímabils þar sem hann hjálpaði norska liðinu að ná fimmta sæti.

Pálmi sagði við Fótbolta.net á dögunum að hann hefði hug á því að leika áfram erlendis en félög hér heima á Íslandi hafa sýnt honum áhuga, þar á meðal Valur og KA en ekki er ólíklegt að stærstu félög landsins taki púlsinn á kappanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner