Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. nóvember 2014 11:23
Magnús Már Einarsson
Haukur Heiðar til AIK (Staðfest)
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sænska félagið AIK hefur keypt hægri bakvörðinn Hauk Heiðar Hauksson frá KR.

Hinn 23 ára gamli Haukur hefur skrifað undir samning við AIK sem gildir til ársins 2018.

,,Það er draumur að rætast með því að skrifa undir hjá stærsta félaginu í Svíþjóð," sagði Haukur Heiðar.

,,Einn af draumum mínum hefur alltaf verið að verða atvinnumaður og ég er ótrúlega ánægður með að það hafi tekist."

Haukur Heiðar var valinn leikmaður ársins hjá KR í sumar ásamt Gary Martin en hann var í íslenska landsliðshópnum í leiknum gegn Tyrkjum fyrr í haust.

Haukur á 158 leiki að baki í efstu og næstefstu deild en hann byrjaði að spila með uppeldisfélagi sínu, KA, aðeins 17 ára gamall.

AIK er eitt stærsta lið Svíþjóðar en liðið lenti í 3.sæti Allsvenskan á nýafstaðinni leiktíð. Heimavöllur liðsins, Friends Arena, tekur alls 54 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner