Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 22. ágúst 2004 20:25
Haraldur Hreinsson
Arsenal jafnar met með stórsigri í dag
Reyeys kom Arsenal yfir í dag
Reyeys kom Arsenal yfir í dag
Mynd: Haraldur Hreinsson
Fyrr í dag mættust Arsenal og Middlesborough í ensku úrvalsdeildinni. Stórlaxinn Thierry Henry kom Arsenal yfir á 25. mínútu en José Desire Job tók góðan sprett og jafnaði fyrir Boro skömmu fyrir leikhlé. Öllum að óvörum komst lið Steve McLaren svo yfir á 50. mínútu með marki frá Jimmy Floyd Hasselbaink og örskömmu síðar breikkaði Frank Quedrue bilið fyrir Middlesborough með skemmtilegu marki og fyrsti tapleikur Arsenal eftir 41 leik án taps í augsýn.

Þeir sem afskrifuðu Byssurnar í stöðunni 1-3 þurftu svo sannarlega að éta hattinn sinn í leikslok því á 54. mínútu minnkaði Dennis Bergkamp muninn og Robert Pires jafnaði leikinn á þeirri 65. Andartökum síðar kom Spánverjinn, José Antonio Reyes, Arsenal yfir með þrumuskoti og Thierry Henry innsiglaði 5-3 sigur Arsenal með marki þegar leikurinn var í andarslitrunum.

Með þessum glæsilega sigri jafnaði Arsenal 26 ára gamalt met Nottingham Forest og hafa nú leikið 42 deildarleiki án þess að tapa. Ekki er langt í að Arsene Wenger og lærisveinar hans geti slegið þetta met því næsti leikur er á dagskrá á miðvikudaginn nk. þegar Arsenal tekur á móti Blackburn.

Arsenal: Lehmann, Cole, Cygan, Toure, Lauren, Ljungberg (Pires 61), Fabregas Soler, Silva, Reyes (Flamini 78), Bergkamp, Henry.
Ónýttir varamenn: Van Persie, Almunia, Hoyte.

Middlesborough: Schwarzer, Queudrue, Cooper, Riggott, Reiziger (Parnaby 74), Boateng, Parlour, Mendieta, Zenden (Nemeth 78), Hasselbaink, Job.
Ónýttir varamenn: Maccarone, Nash, Doriva.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner