Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 04. desember 2014 15:47
Magnús Már Einarsson
Pepsi-deildin
Pálmi Rafn á leið í KR
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason hefur ákveðið að ganga í raðir KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Pálmi Rafn hefur legið undir feldi undanfarna daga eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá norska félaginu Lilleström.

FH, Valur og KA vildu einnig fá Pálma í sínar raðir en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við KR.

Pálmi mun fylla skarð Baldurs Sigurðssonar sem fór frá KR til SönderjyskE á dögunum.

Hinn þrítugi Pálmi lék með Völsungi, KA og Val áður en hann fór til Stabæk árið 2008. Hann samdi síðan við Lilleström árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner