fös 02. janúar 2015 11:57
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
FH staðfestir að Finnur Orri sé á leið til Lilleström
Finnur Orri Margeirsson.
Finnur Orri Margeirsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
FH hefur staðfest að Finnur Orri Margeirsson sé á förum frá félaginu en hann er að ganga til liðs við Rúnar Kristinsson og félaga hjá Lilleström í Noregi. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Finnur Orri kom til FH frá Breiðabliki í haust og hann stoppar því stutt við í Hafnarfirði.

,,Þegar Finn­ur samdi við okk­ur í haust var ákvæði í samn­ingn­um að hann gæti farið ef eitt­hvað svona kæmi uppá," sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri FH í samtali við mbl.is.

,,Við reynd­um að gera allt sem við gát­um til að reyna að halda hon­um en það dugði ekki til. Það er mjög erfitt að ætla að halda mönn­um ef það kem­ur til­boð að utan. Við erum auðvitað mjög leiðir yfir því að missa Finn Orra því lögðum mikið á okk­ur til að fá hann."

Birgir segir að FH-ingar muni reyna að fá annan miðjumann í stað Finns Orra.

„Nú tek­ur við að finna mann í hans stöðu. Þetta kom fljótt uppá svo við byrj­um að taka stöðuna í dag með Heimi þjálf­ara og fara yfir mál­in,“ sagði Birg­ir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner