Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 22. janúar 2015 14:17
Magnús Már Einarsson
Valerenga vill Gary Martin - Belgarnir nálægt samkomulagi
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Gary Martin yfirgefi herbúðir bikarmeistara KR á næstunni.

Belgíska félagið Royal Mouscron hefur verið í viðræðum við KR undanfarnar vikur og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru félögin mjög nálægt samkomulagi.

KR hafnaði í síðustu viku tilboði í Gary frá Sarpsborg í Noregi eins og Fótbolti.net greindi frá en fleiri norsk félög hafa áhuga.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Valerenga sýnt Gary áhuga en félagið leitar nú að framherja til að fylla skarðið sem Viðar Örn Kjartansson skilur eftir sig eftir að hann fór til Kína.

Gary var markakóngur í Pepsi-deildinni í fyrra en þessi 24 ára gamli Englendingur skoraði þrettán mörk.

Gary kom til KR frá ÍA sumarið 2012 eftir að hafa leikið með skagamönnum í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner