Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 27. janúar 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Martin Rauschenberg til Gefle (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hinn 23 ára gamli Martin Rauschenberg er nýr leikmaður Gefle IF sem spilar í sænsku efstu deildinni.

Rauschenberg gerði frábæra hluti hér á landi þegar hann lék fyrir Stjörnuna en er nú kominn í Gefle sem hafnaði í 14. sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Rauschenberg spilar sem miðvörður og það verður spennandi að fylgjast með því hvort Daninn komi sér í byrjunarliðið hjá Gefle þegar tímabilið hefst í apríl.

Rauschenberg hefur spilað með yngri landsliðum Dana og lék með Stjörnunni í Evrópudeild Félagsliða þar sem liðið náði frábærum árangri.
Athugasemdir
banner
banner