Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 29. janúar 2015 10:45
Magnús Már Einarsson
Árni Vill: Færi ekki þangað nema ég vissi að allt væri í góðu
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta kláraðist á milli félaganna í gærkvöldi og ég fæ að vita betur á eftir hvenær ég fer út í læknisskoðun," sagði Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks við Fótbolta.net í dag en hann er á leið til norska félagsins Lilleström.

Rúnar Kristinsson tók við Lilleström í haust og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er honum til aðstoðar.

,,Það er mjög flott skref að fara til Lilleström. Ég æfði þarna og leist mjög vel á allt hjá klúbbnum. Toppurinn er síðan að fara til Rúnars og Sigga sem maður þekkir. Ég veit að ég get lært mikið af þeim," sagði Árni en Lilleström samdi einnig við Finn Orra Margeirsson á dögunum.

,,Ég er búinn að alast upp við að horfa á hann og spila með honum og við erum góðir félagar. Það er frábært að geta fengið að vera með honum þarna."

Lilleström hefur verið í fjárhagsvandræðum og mun byrja með eitt stig í mínus í norsku úrvalsdeildinni. Árni hefur ekki áhyggjur af stöðu mála hjá félaginu.

,,Ég hef engar áhyggjur af þessu. Eitt stig í mínus er ekki neitt og það er bara fínt motivation fyrir okkur. Ég hef engar áhyggjur af klúbbnum. Maður myndi ekki fara þangað nema maður vissi að það væri allt í góðu."

Hinn tvítugi Árni stefnir á að stimpla sig strax inn í liðið hjá Lilleström. ,,Ég ætla að fara út með opnum hug og sjá hvernig þetta þróast. Ég er með 100% hugarfar og mín stefna er alltaf að spila alla leiki. Ég ætla ekki að breyta því núna," sagði Árni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner