banner
   fim 29. janúar 2015 15:01
Magnús Már Einarsson
Biðstaða í málum Gary Martin
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Biðstaða er í málum Gary Martin framherja KR en ekkert hefur þokast í samningaviðræðum Vesturbæinga við Royal Mouscron í Belgíu.

,,Ég er farinn að halda að þetta Belgíu dæmi sé dottið upp fyrir. Það er tilfinning mín. Það er kominn langur tími og glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn," sagði Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR í samtali við Fótbolta.net í dag.

Norsk félög hafa einnig sýnt Gary áhuga en félagaskiptaglugginn þar lokar ekki fyrr en 31. mars og því Englendingurinn vel endað þar.

Gary var markakóngur í Pepsi-deildinni í fyrra en þessi 24 ára gamli Englendingur skoraði þrettán mörk. Gary kom til KR frá ÍA sumarið 2012 eftir að hafa leikið með skagamönnum í tvö ár.

Emil Atlason, framherji KR, hefur einnig verið orðaður við 1860 Munchen en Kristinn Kjærnested segir að ekkert tilboð hafi borist frá Þýskalandi í hann.
Athugasemdir
banner
banner