KR 2 - 2 Leiknir (2-4 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Aron Bjarki Jósepsson
1-1 Hilmar Árni Halldórsson
2-1 Almarr Ormarsson
2-2 Hilmar Árni Halldórsson (Víti)
1-0 Aron Bjarki Jósepsson
1-1 Hilmar Árni Halldórsson
2-1 Almarr Ormarsson
2-2 Hilmar Árni Halldórsson (Víti)
Leiknir er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir að hafa lagt KR að velli í undanúrslitum í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppnis.
Aron Bjarki Jósepsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR af stuttu færi en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og var því jafnt í hálfleik, 1-1.
KR komust yfir á ný í síðari hálfleik þegar miðjumaðurinn Almarr Ormarson skoraði eftir að vörn Leiknis galopnaðist.
Hilmar jafnaði aftur í lokin úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Fannari Arnarssyni
Staðan var því 2-2 að loknum 90 mínútum og var farið beint í vítaspyrnukeppni.
KR nýttu tvær fyrstu spyrnu sínar líkt og Leiknir. Þegar kom að þriðju umferð varði Arnar Freyr Ólafsson, markvörður Leiknis spyrnu KR á meðan Leiknismenn nýttu sína spyrnu. Næsta spyrna KR fór í stöngina og skoraði Kolbeinn Kárason úr næstu spyrnu Leiknis og kom þeim í úrslit.
Leiknir leikur því til úrslita á Reykjavíkurmótinu gegn Val í Egilshöllinni á mánudagskvöldið.
Smelltu hér til að sjá skýrsluna úr leiknum
Athugasemdir