Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
banner
   lau 21. febrúar 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Arnór Breki til Hammarby á reynslu
Mynd: Mosfellingur - Raggi Óla
Arnór Breki Ásþórsson, leikmaður Aftureldingar, mun í apríl fara til sænska félagsins Hammarby á reynslu.

Bæjarblaðið Mosfellingur greinir frá.

Arnór Breki er 17 ára gamall bakvörður en hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar í fyrra.

Auk þess hefur hann leikið með U17 ára landsliði Íslands.

Hjá Hammarby mun Arnór Breki æfa með U19 ára liðinu og spila æfingaleik með U21 árs liði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner