Rússneska félagið Torpedo Moskva hefur fengið Arnór Smárason á láni frá Helsingborg í Svíþjóð.
Helsingborg vildi losna við Arnór af launaskrá og nú hefur hann verið lánaður til Rússlands fram á sumar eða út tímabilið þar í landi.
Arnór er 26 ára gamall en hann hefur áður leikið með Heerenveen í Hollandi og Esbjerg í Danmörku.
,,Þetta verður ævintýri. Þetta er ein af stærstu deildum Evrópu og þarna fæ ég gott tækifæri til að sanna mig," sagði Arnór.
Helsingborg vildi losna við Arnór af launaskrá og nú hefur hann verið lánaður til Rússlands fram á sumar eða út tímabilið þar í landi.
Arnór er 26 ára gamall en hann hefur áður leikið með Heerenveen í Hollandi og Esbjerg í Danmörku.
,,Þetta verður ævintýri. Þetta er ein af stærstu deildum Evrópu og þarna fæ ég gott tækifæri til að sanna mig," sagði Arnór.
Torpedo Moskva er í 12. sæti af 16 liðum í rússnesku deildinni, einu stigi frá falli.
Þekktasti leikmaður liðsins er Diniyar Bilyaletdinov fyrrum kantmaður Everton en hann er á láni frá nágrönnunum í Spartak Moskvu.
Athugasemdir