Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 27. febrúar 2015 12:33
Magnús Már Einarsson
Arnór Smárason til Torpedo Moskvu (Staðfest)
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússneska félagið Torpedo Moskva hefur fengið Arnór Smárason á láni frá Helsingborg í Svíþjóð.

Helsingborg vildi losna við Arnór af launaskrá og nú hefur hann verið lánaður til Rússlands fram á sumar eða út tímabilið þar í landi.

Arnór er 26 ára gamall en hann hefur áður leikið með Heerenveen í Hollandi og Esbjerg í Danmörku.

,,Þetta verður ævintýri. Þetta er ein af stærstu deildum Evrópu og þarna fæ ég gott tækifæri til að sanna mig," sagði Arnór.

Torpedo Moskva er í 12. sæti af 16 liðum í rússnesku deildinni, einu stigi frá falli.

Þekktasti leikmaður liðsins er Diniyar Bilyaletdinov fyrrum kantmaður Everton en hann er á láni frá nágrönnunum í Spartak Moskvu.
Athugasemdir
banner