Fjarðabyggð hefur fengið vinstri bakvörðinn Viktor Örn Guðmundsson til liðs við sig.
Viktor er uppalinn hjá FH en hann gekk til liðs við Fylki haustið 2013. Hann yfirgaf herbúðir Fylkis á dögunum og æfði í kjölfarið með ÍBV. Nú hefur hann aftur á móti gengið til liðs við Fjarðabyggð.
Í fyrrasumar spilaði Viktor átta leiki með Fylki áður en hann fór til KA þar sem hann var á láni síðari hluta tímabils.
Viktor getur leikið bæði sem vinstri bakvörður og kantmaður en hann hefur skorað þrettán mörk í 79 deildar og bikarleikjum á ferli sínum.
Fjarðabyggð leikur í 1. deildinni í sumar en Viktor gæti spilað sinn fyrsta leik með liðinu gegn Keflavík í Lengjubikarnum á sunnudag.
Athugasemdir