Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. mars 2015 13:12
Magnús Már Einarsson
Kristófer Eggertsson í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur fengið Kristófer Eggertsson í sínar raðir á láni frá KR.

Þetta staðfesti Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristófer er 19 ára gamall sóknarmaður en var í láni hjá KV síðastliðið sumar.

Kristófer skoraði þá sjö mörk í 14 leikjum í fyrstu deildinni.

Ólafsvíkingar hafa verið duglegir að fá liðsstyrk frá KR í vetur.

Fyrr í vetur komu Guðmundur Reynir Gunnarsson og Egill Jónsson til Ólafsvíkinga á láni frá KR og þá kom Torfi Karl Ólafsson einnig til félagsins úr Vesturbænum.
Athugasemdir
banner