Valsmenn hafa fengið Hilmar Þór Hilmarsson í sínar raðir frá Stjörnunni.
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hilmar hefur æft með Valsmönnum frá áramótum og hann hefur nú gert samning við félagið út tímabilið.
Hilmar er 24 ára gamall vinstri bakvörður en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni árið 2010.
Síðan þá hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík og Fjölni á láni sem og Keflavík síðari hlutann á síðasta tímabili þar sem hann kom við sögu í fjórum leikjum.
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hilmar hefur æft með Valsmönnum frá áramótum og hann hefur nú gert samning við félagið út tímabilið.
Hilmar er 24 ára gamall vinstri bakvörður en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni árið 2010.
Síðan þá hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík og Fjölni á láni sem og Keflavík síðari hlutann á síðasta tímabili þar sem hann kom við sögu í fjórum leikjum.
Hilmar gæti spilað sinn fyrsta leik með Val á laugardag þegar liðið heimsækir Fjarðabyggð í Lengjubikarnum.
Athugasemdir