Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 23. mars 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Arnar Sveinn til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson mun leika með Víkingi Ólafsvík á Íslandsmótinu í sumar.

Arnar Sveinn, sem er uppalinn hjá Val, var byrjunarliðsmaður hjá Ólafsvíkingum þegar þeir komust upp í efstu deild sumarið 2012.

Í fyrra spilaði Arnar sjö leiki fyrir Val áður en hann var lánaður til KH þar sem hann var lykilmaður.

,,Ég þekki klúbbinn og þá sem standa í kringum hann og það er allt mikið gæðafólk," sagði Arnar Sveinn við mbl.is.

,,Hópurinn er spennandi og þar eru nokkrir góðir félagar, og svo er auðvitað Ejub frábær þjálfari. Ég er virkilega glaður að vera kominn aftur vestur."
Athugasemdir
banner
banner