Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 26. mars 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Emil Páls í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur fengið Emil Pálsson í sínar raðir á lánssamningi frá FH en hann skrifaði undir í gærkvöldi.

,,Ég var að skoða mín mál og ákvað að það væri rétt skref á mínum ferli að prófa að fara í lið þar sem ég fæ stærra hlutverk," sagði Emil við gullinbru.is eftir að hann skrifaði undir.

,,Ég hef alltaf barist fyrir sæti mínu hjá FH og var tilbúinn í þá samkeppni en mér fannst þetta vera rétt skref núna."

Emil er fæddur árið 1993 en hann getur spilað allar stöður framarlega á vellinum. Emil kom til FH frá BÍ/Bolungarvík fyrir sumarið 2011 en hann hefur skorað sjö mörk í 65 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sínum.

Fjölnismenn fara í æfingaferð um helgina en Emil er nýkominn heim úr æfingaferð með FH. ,,Ég fór með FH til að fá smá base tan og núna er ég klár á bakkann með Fjölni um helgina," sagði Emil léttur í bragði.
Athugasemdir
banner
banner