Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 16. apríl 2015 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Lengjubikarinn: KA skoraði fimm gegn Fylki
Davíð Rúnar skoraði tvö fyrir KA.
Davíð Rúnar skoraði tvö fyrir KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 5 - 1 Fylkir
1-0 Davíð Rúnar Bjarnason
2-0 David Rúnar Bjarnason
3-0 Ævar Ingi Jóhannesson
3-1 Albert Ingason
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson
5-1 Ýmir Már Geirsson


Rautt spjald: Stefán Ragnar Guðlaugsson, Fylkir ('28)

Það verður 1. deildarlið KA sem spilar á móti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins á sunnudag eftir að liðið vann afar öruggan 5-1 sigur á Fylki í 8-liða úrslitunum í kvöld. Leikið var á gervigrasvelli Fram í Grafarholti.

Staðan var 3-0 í hálfleik þökk sé tveimur mörkum frá Davíð Rúnari Bjarnasyni á fyrstu fimm mínútum leiksins, auk þess sem Ævar Ingi Jóhannesson skorað eitt.

Fylkismenn léku stóran hluta leiksins manni færri eftir að varnarmaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Í síðari hálfleik tókst Alberti Ingasyni að minnka muninn, en í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá KA sem kláraði þar með leikinn.

Athygli vekur að þrír af fjórum leikjum kvöldsins í Lengjubikarnum enduðu með markatölunni 5-1.
Athugasemdir
banner
banner