Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 13. maí 2015 16:10
Magnús Már Einarsson
Hilmar Þór í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur fengið vinstri bakvörðinn Hilmar Þór Hilmarsson á láni frá Val.

Hilmar er 24 ára gamall en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni árið 2010.

Síðan þá hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík og Fjölni á láni sem og Keflavík síðari hlutann á síðasta tímabili þar sem hann kom við sögu í fjórum leikjum.

Hilmar gekk til liðs við Val í vetur ennú er ljóst að hann mun spila á Seltjarnarnesi í sumar.

Hilmar gæti spilað sinn fyrsta leik með Gróttu þegar liðið fær Víking Ólafsvík í heimsókn í 1. deildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner