Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 19. maí 2015 16:21
Magnús Már Einarsson
Arnór og félagar neituðu að æfa
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson
Arnór Smárason og félagar í Torpedo Moskvu neituðu að mæta á æfingu í morgun.

Þetta gerðu þeir til að mótmæla en leikmenn hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði.

Samtals skuldar félagið 1,27 milljón evra í launagreiðslur.

Arnór er í láni hjá Torpedo frá Helsingborg en hann kom til félagsins í febrúar.

Torpedo Moskva er í botnsætinu í Rússlandi, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner