Arnór Smárason og félagar í Torpedo Moskvu neituðu að mæta á æfingu í morgun.
Þetta gerðu þeir til að mótmæla en leikmenn hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði.
Samtals skuldar félagið 1,27 milljón evra í launagreiðslur.
Þetta gerðu þeir til að mótmæla en leikmenn hafa ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði.
Samtals skuldar félagið 1,27 milljón evra í launagreiðslur.
Arnór er í láni hjá Torpedo frá Helsingborg en hann kom til félagsins í febrúar.
Torpedo Moskva er í botnsætinu í Rússlandi, þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir