Breiðablik og Stjarnan mætast í stórleik 6. umferðar í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Bæði lið eru með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Þau eru einu taplausu liðin í deildinni.
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.
Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.
Í gær fór hann nýjar leiðir í undirbúning fyrir leik og tók með sér myndatökumann. Þeir tóku upp myndband í klefa Blika sem Fótbolti.net fékk sent en afraksturinn af því má sjá hér að ofan.
Til að mynda sektar hann vel og rækilega, leikmenn Breiðabliks í sektarsjóðsbókinni þeirra og að lokum stelur hann skrúfutakkaskónum hans Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns Blika, í þeirri von að Gulli noti aðra skó í leiknum og meiri líkur verði á að hann renni á vellinum.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á sunnudaginn og flautað verður til leiks klukkan 20:00. Það verður spennandi að sjá hvernig Blikarnir taka á móti Óla Kalla á vellinum og í stúkunni á sunnudaginn.
Sjón er sögu ríkari og við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan sem við fengum sent.
Athugasemdir