Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. júní 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný klárar tímabilið með Selfossi - Ætlar til Ástralíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Selfoss og íslenska landsliðsins, segist ætla að klára tímabilið með Selfossi í Pepsi-deild kvenna. Eftir tímabilið langar henni að spila í Ástralíu.

Dagný gekk til liðs við Selfyssinga í síðasta mánuði eftir að hafa orðið þýskur meistari með Bayern München og hefur reynst mjög drjúg fyrir sunnlendingana sem eru í toppbaráttunni.

Selfoss tapaði toppslagnum gegn Breiðablik í gærkvöldi og sagðist Dagný ætla að klara tímabilið á Selfossi í viðtali eftir leik.

„Ég er búin að ákveða að ég ætla að klára tímabilið, ég er búin að fá tilboð að utan og í gær var til dæmis að bætast við tilboð frá Englandi," sagði Dagný við RÚV eftir leik.

„Ég spilaði hálft tímabil í Þýskalandi og mig langar að spila heilt tímabil þannig að ég ákvað að klára með Selfossi og kemst svo vonandi út til Ástralíu í vetur til að spila þar."
Athugasemdir