Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 24. júní 2015 13:09
Daníel Freyr Jónsson
Jói Harðar hættir tímabundið með ÍBV (Staðfest)
Jóhannes Harðarson er hættur með ÍBV tímabundið.
Jóhannes Harðarson er hættur með ÍBV tímabundið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Þór Harðarson hefur tímabundið látið af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV. Þetta staðfesti knattspyrnudeild félagsins í tilkynningu sem gefin var út núna rétt í þessu.

Mun Jóhannes taka sér frí vegna veikinda innan fjölskyldunnar.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson munu stýra ÍBV um helgina þegar liðið mætir toppliði Breiðabliks.

Ingi er stjórnarmaður og fyrrum leikmaður liðsins, á meðan Tryggvi hefur verið aðstoðarþjálfari Jóhannesar.

Jóhannes tók við ÍBV eftir síðasta tímabil og undir hans stjórn hefur ÍBV einungis landað einum sigri í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið er í 11. sæti með fimm stig úr níu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner