Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 26. júní 2015 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: FI 
Birkir Bjarnason að ganga til liðs við Torino
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Torino, virðist vera að vinna kapphlaupið um landsliðsmanninn Birki Bjarnason, ef að marka má ítalska fjölmiðla.

Mikill áhugi hefur verið á Birki undanfarið og má þar nefna lið eins og Palermo, Empoli og Leeds.

Birkir muni gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á mánudaginn og því verður ekki endanlega gengið frá félagsskiptunum fyrr en eftir helgi.

Samkvæmt Sport Italia mun Torino borga Pescara eina milljón evra fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Birkir stóð sig vel hjá Pescara á tímabilinu og skoraði 12 mörk í 38 leikjum fyrir félagið sem að var mjög nálægt því að komast upp í Seríu A
Athugasemdir
banner