ÍBV hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem það er staðfest að Tryggvi Guðmundsson hefur verið rekinn úr starfi aðstoðarþjálfara félagsins vegna brots í starfi.
Tryggvi var óvænt ekki á bekknum í gær þegar ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki en hann átti að stýra liðinu í fjarveru Jóhannesar Harðarsonar þjálfara sem er í leyfi af persónulegum ástæðum. ÍBV bar því við í fyrstu að Tryggvi hafi ekki verði með því hann væri veikur.
Fljótlega fóru að kvissast út sögur um að Tryggvi hafi mætt fullur á æfingu daginn áður og hafi verið rekinn frá félaginu. ÍBV bar þær sögur til baka í fyrstu en hefur nú staðfest þær með yfirlýsingunni sem má sjá hér að neðan.
Tryggvi var óvænt ekki á bekknum í gær þegar ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki en hann átti að stýra liðinu í fjarveru Jóhannesar Harðarsonar þjálfara sem er í leyfi af persónulegum ástæðum. ÍBV bar því við í fyrstu að Tryggvi hafi ekki verði með því hann væri veikur.
Fljótlega fóru að kvissast út sögur um að Tryggvi hafi mætt fullur á æfingu daginn áður og hafi verið rekinn frá félaginu. ÍBV bar þær sögur til baka í fyrstu en hefur nú staðfest þær með yfirlýsingunni sem má sjá hér að neðan.
Yfirlýsing ÍBV:
„Stjórn knattspyrnuráđs karla hjá ÍBV og Tryggvi Guðmundsson komust í morgun að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Ástæða starfsloka hans er tilkomin vegna brots í starfi og tekur gildi frá og með deginum í dag."
Ingi Sigurðsson gjaldkeri knattspyrnudeildar ÍBV stýrði liðinu í leiknum gegn Breiðabliki í gær en ljóst er að Jóhannes verður frá næstu vikurnar af persónulegum ástæðum. Ekki hefur enn verið gefið út hver stýrir liðinu þangað til hann snýr aftur en liðið mætir Fylki í Borgunarbikarnum á laugardaginn.
Athugasemdir