Kristján Flóki Finnbogason innsiglaði sigur FH-inga gegn SJK frá Finnlandi með marki í uppbótartíma. FH mætir Inter Baku frá Aserbaídsjan í næstu umferð.
KR-ingar eru á leið í framlengingu gegn írska liðinu Cork City eftir að hafa lent undir snemma leiks og misst lykilmann af velli rétt fyrir leikhlé.
KR-ingar eru á leið í framlengingu gegn írska liðinu Cork City eftir að hafa lent undir snemma leiks og misst lykilmann af velli rétt fyrir leikhlé.
Mark O'Sullivan kom Cork yfir snemma leiks og ekki skánaði ástandið hjá heimamönnum í Frostaskjólinu þegar Skúli Jón Friðgeirsson fékk sitt annað gula spjald rétt fyrir leikhlé.
KR-ingar voru mun betri í leiknum og sóttu mikið í síðari hálfleik en það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem jöfnunarmarkið kom.
Pálmi Rafn Pálmason var þá vel staðsettur í vítateig gestanna og átti ekki í erfiðleikum með að koma knettinum í netið eftir skallasendingu frá Jacob Schoop. Meira var ekki skorað á venjulegum leiktíma og hefst framlengingin innan skamms.
Sigurliðið úr leik KR og Cork mætir Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í norska stórliðinu Rosenborg.
KR 1 - 1 Cork City (2-2 samanlagt)
0-1 Mark O'Sullivan ('13)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('75)
Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson, KR ('44)
FH 1 - 0 SJK (2-0 samanlagt)
1-0 Kristján Flóki Finnbogason ('91)
Athugasemdir