Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 18. júlí 2015 13:50
Þórður Már Sigfússon
Albert Guðmundsson til PSV (Staðfest)
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Twitter
Albert Guðmundsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven en hann hefur verið á mála hjá Heerenveen undanfarin tvö ár. Frá þessu er greint á heimasíðu PSV.

Hinn 18 ára Albert hefur vakið mikla athygli í Hollandi fyrir framgöngu sína með unglingaliðum Heerenveen og er ljóst að forráðamenn PSV binda miklar vonir við hann í framtíðinni.

Þrátt fyrir ungan aldur er Albert í U21 árs landsliði Íslands en líklegt þykir að hann muni spila með varaliði PSV í hollensku 1. deildinni í vetur.

Eplið féll ekki langt frá eikinni í tilfelli Alberts en foreldrar hans voru bæði mjög liðtæk í knattspyrnu. Faðir hans er Guðmundur Benediktsson og móðir hans er Kristbjörg Ingadóttir. Afi Alberts er Ingi Björn Albertsson og langafi hans og alnafni, Albert Guðmundsson, er einn besti knattspyrnumaður sem þessi þjóð hefur alið af sér.
Athugasemdir
banner