Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 29. ágúst 2015 17:54
Elvar Geir Magnússon
Stjörnustelpur bikarmeistarar
Bikarinn fer á loft hjá Stjörnunni í dag.
Bikarinn fer á loft hjá Stjörnunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net
Stjarnan 2 - 1 Selfoss
0-1 Donna Kay Henry ('62)
1-1 Poliana Barbosa Medeiros ('81)
2-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('88)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan og Selfoss mættust annað árið í röð í bikarúrslitum og annað árið í röð var það Stjarnan sem stóð uppi sem sigurvegar.

Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Stjörnustelpur hampa bikarnum.

Staðan var markalaus í hálfleik á Laugardalsvelli í dag en Donna Kay Henry kom Selfossi yfir á 62. mínútu.

Um 20 mínútum síðar jafnaði Stjarnan. Poliana Barbosa Medeiros skoraði eftir hornspyrnu. Sigurmarkið kom á 88. mínútu en það skoraði markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir.

Alexander Freyr Einarsson, fréttaritari okkar, er á vellinum og kemur með nánari umfjöllun og viðtöl bráðlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner