Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. september 2015 16:13
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: Vindurinn bjargaði Ægi - Tindastóll féll
Huginn vann deildina
Tindastóll féll á grátlegan hátt.
Tindastóll féll á grátlegan hátt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Vilhjálmsson skoraði frá eigin vallarhelmingi fyrir Ægi og hjálpaði liðinu að bjarga sér.
Kristján Vilhjálmsson skoraði frá eigin vallarhelmingi fyrir Ægi og hjálpaði liðinu að bjarga sér.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ægir hélt sæti sínu í 2. deildinni á ótrúlegan hátt á kostnað Tindastóls í lokaumferð deildarinnar í dag.

Ægir og Njarðvík mættust í hálfgerðum úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku í 2. deildinni, en Ægismenn urðu að vinna til að falla ekki og Njarðvík gat fallið með tapi. Ægir vann 4-2 sigur en hvorugt liðanna féll þó.

Magnaðir hlutir áttu sér stað á Þorlákshafnarvelli. Njarðvík komst snemma yfir en Ægismenn jöfnuðu metin með útsparki frá Ragnari Olsen, markmanni liðsins. Miðvörðurinn Kristján Vilhjálmsson kom Ægi síðan yfir með marki frá eigin vallarhelmingi, en talsverður vindur var í Þorlákshöfn. Bæði mörkin komu snemma í seinni hálfleik þegar Ægismenn fengu vindinn í bakið.

Kristján Hermann Þorkelsson kom Ægi svo í 3-1 á 75. mínútu áður en Gísli Freyr Ragnarsson minnkaði muninn öskömmu síðar. Njarðvíkingar gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna en Ingvi Hrafn Óskarsson gulltryggði 4-2 sigur Ægis og áframhaldandi þátttöku liðsins í deildinni á lokamínútunni. Ansi skrautlegt ævintýri, Ægir endar með 24 stig í níunda sætinu en Grindavík með 23 stig í 10. sætinu. Bæði lið halda sæti sínu.

Tindastóll féll hins vegar á grátlegan hátt eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Aftureldingu. Fannar Freyr Gíslason kom Tindastóli yfir snemma leiks en Alexander Aron Davorsson jafnaði metin örstuttu fyrir leikhlé.

Tindastóll missti síðan Bjarna Smára Gíslason af velli á 60. mínútu og þegar einungis tíu mínútur voru eftir skoraði Kristinn Jens Bjartmarsson sigurmark Aftureldingar og tryggði liðinu 2-1 sigur. Ef leikurinn hefði farið jafntefli hefði Tindastóll haldið sæti sínu í deildinni á markatölu og Njarðvík fallið. Hins vegar eru Sauðkræklingarnir dottnir niður í 3. deild.

Alexander Már Þorláksson skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik þegar KF vann sannfærandi 5-1 sigur gegn botnliði Dalvíkur/Reynis.

Huginn vann 2. deildina með dramatísku jöfnunarmarki gegn Sindra í lokin. Leiknismenn töpuðu 3-1 gegn Hetti og jöfnunarmarkið frá Birki Pálssyni fyrirliða eftir hornspyrnu varð til þess að Huginn endaði tímabilið með 49 stig og Leiknismenn með 48 stig.

Hér að neðan má sjá markaskorara og úrslit dagsins.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr lokaumferð 2. deildar.

Tindastóll 1 - 2 Afturelding
1-0 Fannar Freyr Gíslason ('11)
1-1 Alexander Aron Davorsson ('45)
1-2 Kristinn Jens Bjartmarsson ('80)

Ægir 4 - 2 Njarðvík
0-1 Theodór Guðni Halldórsson ('6)
1-1 Ragnar Olsen ('47)
2-1 Kristján Vilhjálmsson ('55)
3-1 Kristján Hermann Þorkelsson ('75)
3-2 Gísli Freyr Ragnarsson ('79)
4-2 Ingvi Rafn Óskarsson ('90)

Sindri 1 - 1 Huginn
1-0 Hilmar Þór Kárason ('32)
1-1 Markaskorara vantar ('90)

Höttur 3 - 1 Leiknir F
0-1 Almar Daði Jónsson ('20)
1-1 Elvar Þór Ægisson ('40)
2-1 Jordan Farahani ('62)
3-1 Markaskorara vantar ('78)

ÍR 2 - 2 KV
0-1 Einar Már Þórisson ('6)
1-1 Jóhann Arnar Sigurþórsson ('13)
1-2 Einar Már Þórisson ('36)
2-2 Hugi Jóhannesson ('88)

KF 5 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Alexander Már Þorláksson ('7)
2-0 Alexander Már Þorláksson ('21)
3-0 Alexander Már Þorláksson ('32)
4-0 Alexander Már Þorláksson ('45)
5-0 Grétar Áki Bergsson ('53)
5-1 Steinar Logi Þórðarson ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner