Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2015 11:50
Fótbolti.net
Úrvalslið ársins í Pepsi-deild karla
Atli Guðnason er einn af FH-ingunum í liðinu.
Atli Guðnason er einn af FH-ingunum í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gulli Gull er í markinu.
Gulli Gull er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ein umferð er eftir í Pepsi-deild karla er nánast ljóst hvernig deildin mun enda. Fótbolti.net ákvað því að taka forskot á sæluna og opinbera úrvalslið sumarsins. Það má sjá hér að neðan.



Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Hefur verið frábær í markinu hjá Blikum í sumar og einungis fengið á sig þrettán mörk.

Skúli Jón Friðgeirsson - KR
KR hefur fengið næstfæst mörk á sig í sumar eða nítján talsins. Skúli Jón hefur verið bestur í varnarlínunni í Vesturbænum.

Pétur Viðarsson - FH
Hætti við að fara í skóla til Ástralíu um mitt sumar og sér ekki eftir því. Hefur verið mjög öflugur í hjarta varnarinnar hjá FH.

Damir Muminovic - Breiðablik
Samstarf Damirs og Elfars Freys Helgasonar hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Hafa gefið afar fá færi á sér.

Kristinn Jónsson - Breiðablik
Hefur lagt upp ófá mörkin í vinstri bakverðinum og er sífellt að ógna sóknarlega. Hefur staðið sig vel í vörninni líka. Ekki ólíklegt að erlend félög reyni að krækja í hann eftir tímabilið.

Oliver Sigurjónsson - Breiðablik
Efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár að mati Fótbolta.net. Hefur staðið vaktina fyrir framan varnarlínu Blika og varla stigið feilspor.

Davíð Þór Viðarsson - FH
Fyrirliðinn dreif FH-inga áfram í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Var frábær á miðjunni í sumar.

Emil Pálsson - FH/Fjölnir
Besti leikmaðurinn hjá Fjölni fyrri hluta móts þegar Grafarvogsliðið var á miklu flugi. Kom tvíefldur aftur í FH og hjálpaði liðinu að landa sigri í deildinni. Viðeigandi að hann skoraði markið sem tryggði Íslansdmeistaratitilinn.

Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Frábær á miðjunni hjá Hlíðarendaliðinu og mjög skapandi. Sóknarleikur Vals er ekki sá sami þegar hann er fjarverandi.

Atli Guðnason - FH
Hefur skilað mikilvægum mörkum og stoðsendingum í leið FH að titlinum. Ótrúlega mikilvægur fyrir Fimleikafélagið.

Patrick Pedersen - Valur
Daninn er markahæstur í deildinni með þrettán mörk og verðskuldar sæti i liðinu.

Varamenn:
Stefán Logi Magnússon - KR
Thomas Christiansen - Valur
Böðvar Böðvarsson - FH
Pálmi Rafn Pálmason - KR
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik
Jonathan Glenn - Breiðablik
Þórir Guðjónsson - Fjölnir

Sjá einnig:
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner