Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   þri 29. september 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2015: Allar líkur á að ég verði áfram
Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins 2015 í Pepsi-deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í sumar. Fótbolti.net hitti Heimi í Kaplakrikanum í dag.

„Við vorum mjög hungraðir eftir tapið á móti Stjörnunni í fyrra. Menn voru staðráðnir í því að gera vel í sumar. Í seinni umferðinni spiluðum við virkilega vel og að mínu mati verðskuldaðir meistarar," segir Heimir en við spurðum hann hvað hafi einkennt lið FH 2015?

„Ég held að það hafi verið liðsheild, samstaða og leiðtogahæfileikar. Það eru margir sterkir karakterar í FH-liðinu. Svo auðvitað góðir fótboltamenn, stuðningur áhorfenda var frábær og þetta hélst allt í hendur."

„Auðvitað erum við alltaf að reyna að bæta okkur. Við viljum gera betur í Evrópukeppni. Einu vonbrigðin í sumar er að hafa ekki náð að slá út Inter Baku og fá leik gegn Athletic Bilbao. Það hefði verið gaman að reyna sig við lið sem vinnur Barcelona."

Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti stigið úr þjálfarastól FH eftir tímabilið. Við spurðum Heimi hreint út hvort hann yrði þjálfari liðsins 2016?

„Mjög líklega. Það er einn leikur eftir af þessu móti og yfirleitt klárum við mótið og förum svo yfir hlutina. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram hér enda hefur mér liðið vel í FH. Klúbburinn hefur reynst mér afskaplega vel og ég hef vonandi gefið þeim eitthvað til baka," segir Heimir.

Sjá einnig:
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner