Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 29. september 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Þjálfari ársins 2015: Allar líkur á að ég verði áfram
Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins 2015 í Pepsi-deildinni eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í sumar. Fótbolti.net hitti Heimi í Kaplakrikanum í dag.

„Við vorum mjög hungraðir eftir tapið á móti Stjörnunni í fyrra. Menn voru staðráðnir í því að gera vel í sumar. Í seinni umferðinni spiluðum við virkilega vel og að mínu mati verðskuldaðir meistarar," segir Heimir en við spurðum hann hvað hafi einkennt lið FH 2015?

„Ég held að það hafi verið liðsheild, samstaða og leiðtogahæfileikar. Það eru margir sterkir karakterar í FH-liðinu. Svo auðvitað góðir fótboltamenn, stuðningur áhorfenda var frábær og þetta hélst allt í hendur."

„Auðvitað erum við alltaf að reyna að bæta okkur. Við viljum gera betur í Evrópukeppni. Einu vonbrigðin í sumar er að hafa ekki náð að slá út Inter Baku og fá leik gegn Athletic Bilbao. Það hefði verið gaman að reyna sig við lið sem vinnur Barcelona."

Einhverjar sögusagnir hafa verið í gangi um að Heimir gæti stigið úr þjálfarastól FH eftir tímabilið. Við spurðum Heimi hreint út hvort hann yrði þjálfari liðsins 2016?

„Mjög líklega. Það er einn leikur eftir af þessu móti og yfirleitt klárum við mótið og förum svo yfir hlutina. Það eru allar líkur á því að ég verði áfram hér enda hefur mér liðið vel í FH. Klúbburinn hefur reynst mér afskaplega vel og ég hef vonandi gefið þeim eitthvað til baka," segir Heimir.

Sjá einnig:
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner