Framherjinn Þorsteinn Már Ragnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sitt gamla félag Víking Ólafsvík.
Þorsteinn Már hefur leikið með KR undanfarin fjögur tímabil en á þeim tíma hefur hann orðið tvívegis bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari.
Samningur hans við KR er að renna út og Þorsteinn hefur ákveðið að spila með Ólafsvikingum í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Þorsteinn Már hefur leikið með KR undanfarin fjögur tímabil en á þeim tíma hefur hann orðið tvívegis bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari.
Samningur hans við KR er að renna út og Þorsteinn hefur ákveðið að spila með Ólafsvikingum í Pepsi-deildinni næsta sumar.
„Það er mikil ánægja á Snæfellsnesi að fá Þorstein aftur heim en hann hefur leikið 123 mótsleiki með Víking og gert í þeim 43 mörk en undanfarin ár hefur hann spilað með KR," segir í tilkynningu frá Víkingi.
Hinn 25 ára gamli Þorsteinn spilaði með Víkingi í fimm ár áður en hann gekk í raðir KR haustið 2011.
Í sumar var hávær orðrómur um að hann myndi fara í Breiðablik eða Val en á endanum kláraði Þorsteinn tímabilið með KR.
Athugasemdir