Michael Præst, fyrrum fyrirliði Stjörnunnar, skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá KR.
Hinn 29 ára gamli Præst yfirgaf Stjörnuna eftir tímabilið en hann hefur leikið undanfarin þrjú ár í Garðabænum.
Hinn 29 ára gamli Præst yfirgaf Stjörnuna eftir tímabilið en hann hefur leikið undanfarin þrjú ár í Garðabænum.
Danski miðjumaðurinn kom til Stjörnunnar eftir að hafa leikið með FC Fyn í Danmörku.
Præst er annar leikmaðurinn sem KR fær í haust en Indriði Sigurðsson samdi við félagið í síðustu viku.
Viðtal við Præst kemur á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir