Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 23. október 2015 10:19
Elvar Geir Magnússon
Hilmar Árni í Stjörnuna (Staðfest)
Hilmar Árni í Stjörnutreyjunni.
Hilmar Árni í Stjörnutreyjunni.
Mynd: Stjarnan
Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna en hann kemur til félagsins frá Leikni.

Hilmar er sóknarmiðjumaður fæddur 1992 sem hefur allan sinn feril leikið fyrir Leiknismenn. Hann var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar þegar Breiðhyltingar unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

Í sumar var Hilmar allt í öllu í sóknarleik Leiknismanna, en hann lagði upp samtals 8 mörk og skoraði 4, en þess má geta að einungis Kristinn Jónsson átti fleiri stoðsendingar í deildinni. Þá var Hilmar valinn í lið ársins í Pepsi-deildinni í Morgunblaðinu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru mörg lið í deildinni sem höfðu áhuga á Hilmari, sem var samningslaus, en á endanum valdi hann að ganga í raðir Stjörnunnar.

Hilmar er annar leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín frá því tímabilinu lauk en varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson gekk í raðir liðsins í síðustu viku frá KR.
Athugasemdir
banner
banner