Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 27. október 2015 07:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða HK 
Ingimar Elí í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur fengið miðjumanninn Ingimar Elí Hlynsson til liðs við sig frá ÍA.

Ingimar Elí hefur spilað með ÍA undanfarin tvö tímabil en hann kom við sögu í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn 23 ára gamli Ingimar ólst upp á Ólafsfirði þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn með KS/Leiftri.

Ingimar var um tíma á mála hjá FH og lék síðan með BÍ/Bolungarvík í tvö ár áður en hann fór til ÍA fyrir sumarið 2014.

Reynir Leósson tók við HK á dögunum og í síðustu viku kom Jóhannes Karl Guðjónsson til félagsins frá Fylki en hann verður spilandi aðstoðarþjálfari í Kópavoginum.
Athugasemdir
banner
banner