Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese - Roma - 18:00
Úrvalsdeildin
CSKA - Spartak - 17:30
Akhmat Groznyi - Sochi - 17:30
Fakel - Kr. Sovetov - 15:15
Ural - Rostov - 13:00
mið 28.okt 2015 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Magazine image

„Ætla ekki að fokka árunum upp bara til að detta í það”

„Það var engin framtíð í þessu sem ég var að gera. Þetta var orðið alltof mikið,” segir Þórður Ingason og fær sér sæti í sófa á móti mér á sama tíma og hann tekur sopa úr rjúkandi kaffibolla. Létt er yfir Þórði en hann er að hefja nýtt líf þessa dagana. Eftir áfengis og vímuefnaneyslu undanfarin ár hefur Þórður ákveðið að snúa við blaðinu og mæta sterkari til leiks í Pepsi-deildina næsta sumar. Þórður er nýkominn úr meðferð og hér að neðan má lesa ótrúlega sögu hans af líferni sem afar fáir íþróttamenn hafa prófað, sem betur fer.

„Ég mætti eiginlega fullur á æfingu.
„Ég mætti eiginlega fullur á æfingu.
Mynd/Ingólfur Hannes Leósson
,,Ég vissi að þetta myndi ekki ganga lengur svona. Ég lá uppi í rúmi þegar ég tók þessa ákvörðun sjálfur.
,,Ég vissi að þetta myndi ekki ganga lengur svona. Ég lá uppi í rúmi þegar ég tók þessa ákvörðun sjálfur.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Það mátti allt vera í fokki í kringum mig ef ég var í byrjunarliðinu.  Það var ýmislegt í fokki hjá mér en ég hugsaði að það væri ekki slæmt af því að ég væri í byrjunarliði í efstu deild.
„Það mátti allt vera í fokki í kringum mig ef ég var í byrjunarliðinu. Það var ýmislegt í fokki hjá mér en ég hugsaði að það væri ekki slæmt af því að ég væri í byrjunarliði í efstu deild.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar ég fékk mér bjór þá fór maður stundum í önnur vímuefni. Það er rosalega erfitt að hætta því þegar maður byrjar á því.  Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum.  Það var lítið fyrst en varð síðan að stærra vandamáli.
„Þegar ég fékk mér bjór þá fór maður stundum í önnur vímuefni. Það er rosalega erfitt að hætta því þegar maður byrjar á því. Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum. Það var lítið fyrst en varð síðan að stærra vandamáli.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,,Maður gerir kannski mistök í leik og þá er svo stutt í að kenna því um að maður hafi verið fullur einhverjum dögum fyrir leik.
,,Maður gerir kannski mistök í leik og þá er svo stutt í að kenna því um að maður hafi verið fullur einhverjum dögum fyrir leik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég var ekki að vinna neitt á þessum tíma.  Ég vaknaði oft bara rétt fyrir æfingar og hausinn á mér var ekki í lagi.
,,Ég var ekki að vinna neitt á þessum tíma. Ég vaknaði oft bara rétt fyrir æfingar og hausinn á mér var ekki í lagi.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,,Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.  Ég var ekki góðu ástandi og alltof stressaður til að vera þarna.  Þetta var bara algjört rugl.
,,Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig. Ég var ekki góðu ástandi og alltof stressaður til að vera þarna. Þetta var bara algjört rugl.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum í fallbaráttu og ég var fluttur í bæinn. Ég skrópaði á æfingar í bænum og var tekinn út úr liðinu. Það var mikil óvirðing gagnvart liðinu og öllum í kringum liðið. Ég sé mikið eftir því í dag. Mér var einhverneginn alveg sama á þessum tíma.”
„Við vorum í fallbaráttu og ég var fluttur í bæinn. Ég skrópaði á æfingar í bænum og var tekinn út úr liðinu. Það var mikil óvirðing gagnvart liðinu og öllum í kringum liðið. Ég sé mikið eftir því í dag. Mér var einhverneginn alveg sama á þessum tíma.”
Mynd/Fótbolti.net - Ívar Atli Sigurjónsson
,,Ég mætti að sjálfsögðu ekki á æfinguna daginn eftir.  Ég svaf yfir mig og var tekinn út úr liðinu í kjölfarið. Steini (Steinar Örn Gunnarsson) fékk höfuðhögg í næsta leik og þá kom ég aftur í liðið.  Þá var ég bara heppinn.”
,,Ég mætti að sjálfsögðu ekki á æfinguna daginn eftir. Ég svaf yfir mig og var tekinn út úr liðinu í kjölfarið. Steini (Steinar Örn Gunnarsson) fékk höfuðhögg í næsta leik og þá kom ég aftur í liðið. Þá var ég bara heppinn.”
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
,,Ef ég mætti í vinnuna þá píndi ég í mig það og síðari hluta sumarsins nennti ég ekki á æfingar. Það var gaman að hitta strákana en á æfingunum sjálfum var ég oft í vondu skapi og lét litla hluti fara mjög mikið í taugarnar á mér sem eyðilagði æfinguna fyrir mer.”
,,Ef ég mætti í vinnuna þá píndi ég í mig það og síðari hluta sumarsins nennti ég ekki á æfingar. Það var gaman að hitta strákana en á æfingunum sjálfum var ég oft í vondu skapi og lét litla hluti fara mjög mikið í taugarnar á mér sem eyðilagði æfinguna fyrir mer.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef fengið mjög góðan stuðning og ég er með mjög gott bakland. Það var geggjað að vera þarna í sveitinni án alls áreitis.
„Ég hef fengið mjög góðan stuðning og ég er með mjög gott bakland. Það var geggjað að vera þarna í sveitinni án alls áreitis.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Mig langar að vera í fótbolta ennþá og langar að hafa gaman að honum aftur. Ég hef ekki gaman að honum þegar djammið er númer eitt. Þá er oft bara kvöð að mæta á æfingar.
„Mig langar að vera í fótbolta ennþá og langar að hafa gaman að honum aftur. Ég hef ekki gaman að honum þegar djammið er númer eitt. Þá er oft bara kvöð að mæta á æfingar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er byrjaður að hreyfa mig núna. Það hefur mikið verið þannig að þegar að tímabilið klárast þá er ég fullur til jóla og reyni svo að rífa mig í gang í janúar. Núna ætla ég að æfa og komast í besta form lífs míns.”
„Ég er byrjaður að hreyfa mig núna. Það hefur mikið verið þannig að þegar að tímabilið klárast þá er ég fullur til jóla og reyni svo að rífa mig í gang í janúar. Núna ætla ég að æfa og komast í besta form lífs míns.”
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef ekki verið alveg nógu heiðarlegur við sjálfan mig. Ég hef oft haldið að ég sé að gera fína hluti en það var ekki þannig. Ég var alltaf að svindla einhversstaðar. Ég ætla að mæta inn í næsta mót í geggjuðu formi og reyna að gera eitthvað að viti.
„Ég hef ekki verið alveg nógu heiðarlegur við sjálfan mig. Ég hef oft haldið að ég sé að gera fína hluti en það var ekki þannig. Ég var alltaf að svindla einhversstaðar. Ég ætla að mæta inn í næsta mót í geggjuðu formi og reyna að gera eitthvað að viti.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum.
„Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sunnudagskvöldið 6. september síðastliðinn var Þórður ekki á sínum stað í marki Fjölnis í leik gegn Stjörnunni í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Eftir leik var staðfest að Þórður hefði verið í agabanni og þeir sem þekktu til þóttust vita að áfengi spilaði þar inn í. Vissulega spilaði áfengið inn í en það sem Þórður gerði kom mörgum í opna skjöldu.

„Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,” segir hinn 27 ára gamli Þórður alvarlegur þegar hann rifjar upp atvikið sem varð til þess að hann fór í agabann út tímabilið hjá Fjölnismönnum.

„Það var frí á æfingu á föstudegi, svo var æfing á laugardagsmorgun og leikur við Stjörnuna á sunnudegi. Ég var fullur á fimmtudag og á föstudag. Ég kom heim átta á laugardagsmorguninn og svaf í klukkutíma áður en ég mætti á æfingu. Ég hugsaði að þetta væri bara einn og hálfur tími og fattaði ekki hvað ég var í slæmu ástand. Ég var fáránlegur og langt frá því að vera í lagi.”

„Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu. Gústi (Águst Gylfason, þjálfari Fjölnis) setti upp byrjunarliðið fyrir leikinn daginn eftir og þegar ég sá að ég var ekki í liðinu í þá hugsaði ég: ‘Fokk , þeir hafa tekið eftir þessu.’ Ég var síðan í einhverri skotæfingu þar sem ég var eins og fífl og gat ekkert reynt á mig. Eftir æfingu tilkynnti Gústi að hópurinn yrði sá sama og síðast fyrir utan mig og ég ætti að koma og tala við hann. ‘Jæja, nú er komið að því’ hugsaði ég þá. Þjálfararnir voru alls ekki sáttir og á mánudeginum eftir leikinn var ég boðaður á fund þar sem mér var tilkynnt að ég yrði í leyfi út tímabilið.”


Alltaf með næsta fyllerí planað
Þórður segist hafa áttað sig á því að botninum væri náð um leið og Ágúst kallaði hann á sinn fund.

„Eftir að ég kom heim eftir æfingu og á sunnudeginum þegar leikurinn við Stjörnuna fór fram þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara í meðferð. Ég vissi að þetta myndi ekki ganga lengur svona. Ég lá uppi í rúmi þegar ég tók þessa ákvörðun sjálfur. Ég hringdi í mann sem ég þekki sem er í AA og ég var kominn á Vog viku eftir það. Hann hjálpaði mér mikið.”

Þórður tók þarna ákvörðun sem margir hefðu viljað sjá hann taka fyrr. Þegar hann horfir til baka þá segist hann átta sig sjálfur á því að lífernið var ekki eðlilegt, og hvað þá hjá íþróttamanni í efstu deild.

„Það mátti allt vera í fokki í kringum mig ef ég var í byrjunarliðinu. Það var ýmislegt í fokki hjá mér en ég hugsaði að það væri ekki slæmt af því að ég væri í byrjunarliði í efstu deild. Þegar það var farið þá hugsaði ég: ‘Nú er ég gjörsamega buinn að klúðra öllu út af djammi og rugli.’ Ég var kominn með ógeð af þessu og ákvað að fara í meðferð. Ég var aldrei búinn að hugsa það að ráði að fara í meðferð af því mig langaði aldrei að hætta alveg. Ég tók kannski bindindi í einhvern tíma en ég var alltaf með næsta fyllerí planað.” segir Þórður.

„Það gerist eitthvað og ég get ekki stoppað. Þá skiptir ekki máli hvaða dagur er.“
Leitaði í aðra vímugjafa
Árið 2004 spilaði Þórður sinn fyrsta leik í 1. deildinni með Fjölni, þá einungis 16 ára gamall. Þórður var einn af allra efnilegustu markvörðum landsins á sínum tíma en áfengið hefur alltaf truflað hann í fótboltanum.

„Frá fyrsta fylleríi hefur áfengi verið vandamál. Maður hefur aldrei kunnað að drekka og ég endaði alltaf í black-outi,” útskýrir Þórður.

Eftir mörg ár í áfenginu fór Þórður að sökkva ennþá dýpra og leita í aðra vímugjafa á fylleríum. „Þegar ég fékk mér bjór þá fór maður stundum í önnur vímuefni. Það er rosalega erfitt að hætta því þegar maður byrjar á því. Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum. Það var lítið fyrst en varð síðan að stærra vandamáli,” segir Þórður og bætir við að líf sitt hafi stjórnast af fylleríum undanfarin ár. Í Pepsi-deildinni er aðallega spilað á sunnudögum og mánudögum og eftir leiki leitaði Þórður strax í áfengið. „Eftir flesta leiki var ég fullur og svo fylgdi oft einn dagur eftir það. Maður vildi nota tímann þegar það voru margir dagar í leik.”

Þórður hefur oft misst tökin og farið að drekka þegar stutt er í leik. Á þessu ári fór hann að drekka óspart um mitt sumar og þar til að hann var settur í agabannið. „Það gerist eitthvað og ég get ekki stoppað. Þá skiptir ekki máli hvaða dagur er,” segir Þórður og bætir við að samviskubitið hafi verið mikið þegar hann spilaði leiki stuttu eftir að hafa dottið í það.

„Það er mjög óþægilegt. Maður gerir kannski mistök í leik og þá er svo stutt í að kenna því um að maður hafi verið fullur einhverjum dögum fyrir leik. Mögulega var það ekki það en þú ert alltaf með samviskubit yfir því að vera ekki í 100% standi.”

„Ég gerði mistök í leik gegn Keflavík í sumar og ég náði því alls ekki úr hausnum á mér. Það sat í mér í marga daga því ég var ekki í andlegu ástandi til að takast á við eitt né neitt. Ég var svo langt niðri.”


„Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara ‘Fokk’ á bekknum þá og óttaðist að þurfa að koma inn á."

Þunnur á bekknum hjá KR
Þórður fór upp um deild með Fjölni 2007 og tvö ár í röð í bikarúrslit á sínum tíma. Hann hefur þó ekki leikið með Fjölni alla sína tíð. Eftir sumarið 2009 gáfust menn í Grafarvoginum upp á honum út af líferni hans.

„Ég var að drekka mikið á þessu tímabili og var lélegur eins og liðið því að við féllum. Ég var ekkert að hjálpa til þar. Ég var tekinn út úr liðinu og þá fór ég í mikla fýlu og datt í það. Ég var ekki að vinna neitt á þessum tíma. Ég vaknaði oft bara rétt fyrir æfingar og hausinn á mér var ekki í lagi. Ég hef alltaf átt erfitt með að vera í rútínu en ég hef fattað meira og meira hvað það skiptir máli upp á andlega líðan.”

KR ákvað að fá Þórð á láni frá Fjölni fyrir sumarið 2010 og þar var hann varamarkvörður fyrir hinn norska Lars Ivar Moldskred. Þórður lét áfengið vera um helgar til að byrja með en þegar líða tók á tímabilið fór hann að detta í það á föstudögum og jafnvel laugardögum einnig. Þannig var hann oft á bekknum á sunnudögum, daginn eftir fyllerí.

„Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara ‘Fokk’ á bekknum þá og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig. Ég var ekki góðu ástandi og alltof stressaður til að vera þarna. Þetta var bara algjört rugl,” segir Þórður þegar hann horfir til baka á tímann í Vesturbænum.

Skrópaði á æfingar
Guðjón Þórðarson fékk Þórð í BÍ/Bolungarvík árið 2011. Þórði gekk betur að eiga við fíknina á Vestfjörðum og átti gott tímabil með Djúpmönnum sem komust meðal annars í undanúrslit bikarsins. Árið eftir var erfiðara hjá liðinu og fyrir tvo síðustu leikina ákvað Jörundur Áki Sveinsson, þáverandi þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, að setja Þórð í agabann.

„Við vorum í fallbaráttu og ég var fluttur í bæinn. Ég skrópaði á æfingar í bænum og var tekinn út úr liðinu. Það var mikil óvirðing gagnvart liðinu og öllum í kringum liðið. Ég sé mikið eftir því í dag. Mér var einhverneginn alveg sama á þessum tíma.”

Fjölnismenn tóku Þórði opnum örmum á ný um veturinn en hann hafði áður gerst sekur um agabrot áður en mælirinn varð fullur í september.

„Árið 2013 var liðspartý eftir að við skíttöpuðum einhverjum leik í byrjun móts. Eftir leikinn talaði ég við Gunna Sig (markmannsþjálfari) og var mjög fúll yfir tapinu. Hann sagði mér að gleyma þessu, fara í partýiið og mæta síðan á æfingu daginn eftir. Ég mætti að sjálfsögðu ekki á æfinguna daginn eftir. Ég svaf yfir mig og var tekinn út úr liðinu í kjölfarið. Steini (Steinar Örn Gunnarsson) fékk höfuðhögg í næsta leik og þá kom ég aftur í liðið. Þá var ég bara heppinn.”

Þórður fór upp um deild með Fjölni árið 2013 en í fyrra lenti hann enn á ný í veseni. Hann komst þó upp með það. „Í fyrra var æfing um Verslunarmannahelgi, 1. ágúst. Þá mætti ég hálftíma of seint og var þunnur. Þjálfararnir skömmuðu mig mikið en ég fékk sénsinn þá og spilaði næsta leik.”

„Ég veit núna að ég get ekki drukkið áfengi. Ég gæti það kannski í einhver skipti en svo verður þetta bolti sem hættir ekki að rúlla og endar með ósköpum. Það var alltof mikið þunglyndi og vanlíðan á milli þeirra daga sem ég var að fá mér."
„Stressið, streitan og feluleikirnir voru að drepa mig"
Það var síðasti sénsinn hjá Þórði því að hann var settur í agabannið eftir að hafa mætt drukkinn á æfingu í september. Þórður hefur ákveðið að takast á við vandamálið af krafti.

„Ég veit núna að ég get ekki drukkið áfengi. Ég gæti það kannski í einhver skipti en svo verður þetta bolti sem hættir ekki að rúlla og endar með ósköpum. Það var alltof mikið þunglyndi og vanlíðan á milli þeirra daga sem ég var að fá mér. Stressið, streitan og feluleikirnir voru að drepa mig. Ég nennti ekki að gera neitt. Ef ég mætti í vinnuna þá píndi ég í mig það og síðari hluta sumarsins nennti ég ekki á æfingar. Það var gaman að hitta strákana en á æfingunum sjálfum var ég oft í vondu skapi og lét litla hluti fara mjög mikið í taugarnar á mér sem eyðilagði æfinguna fyrir mer.”

Þórður fór í viku meðferð á Vog í september og var í kjölfarið í mánuð á Staðarfelli. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning og ég er með mjög gott bakland. Það var geggjað að vera þarna í sveitinni án alls áreitis. Maður er ekki með síma, sjónvarp eða neitt. Það er geggjaður matur þarna og það hefðu allir gott af þvi að prófa að fara í sveitina án síma í mánuð þó að það sé ekki endilega í meðferð,” segir Þórður sem líður vel í dag eftir að hann er kominn heim á nýjan leik.

„Ég er búinn að vera frekar góður. Ég er búinn að mæta reglulega á AA fundi og ég finn að það hjálpar. Ég er að koma mér í rútínu og koma lífinu í gang aftur edrú. Ég vona að ég fari að sjá einhvern ávinning af þessu. Maður þarf ekki bara að vera edrú heldur verður maður að láta sér líða vel þegar maður er edrú. Annars dettur maður bara aftur í það. Ég er að byrja lífið upp á nýtt, áður en það verður of seint.”

„Ef ég fer að einbeita mér meira að þessu þá gætu skemmtilegir hlutir gerst. Ég á tíu ár eftir í boltanum, mér finnst gaman í fótbolta og ég ætla ekki að fokka þeim upp bara til að detta í það.”
Fókusinn á fótbolta en ekki næsta partý
Þórður ætlar að taka fótboltann fastari tökum en áður og einbeita sér meira að því að ná árangri og framförum þar.

„Mig langar að vera í fótbolta ennþá og langar að hafa gaman að honum aftur. Ég hef ekki gaman að honum þegar djammið er númer eitt. Þá er oft bara kvöð að mæta á æfingar. Ég hlakka til að byrja aftur í fótbolta og með fókusinn á honum en ekki næsta partý. Ég er með markmið í hausnum og ef ég myndi halda svona áfram þá væri ekki séns á að ná þeim,” segir Þórður ákveðinn.

„Ég hef spilað í Pepsi-deildinni og staðið mig heilt yfir frekar vel. Ef ég fer að einbeita mér meira að þessu þá gætu skemmtilegir hlutir gerst. Ég á tíu ár eftir í boltanum, mér finnst gaman í fótbolta og ég ætla ekki að fokka þeim upp bara til að detta í það.”

Þórður er byrjaður að æfa sjálfur á meðan að næstu skref fótboltaferilsins koma í ljós. „Ég er byrjaður að hreyfa mig núna. Það hefur mikið verið þannig að þegar að tímabilið klárast þá er ég fullur til jóla og reyni svo að rífa mig í gang í janúar. Núna ætla ég að æfa og komast í besta form lífs míns.”

Margir hafa ætlað að komast í besta form lífs síns einhverntímann á lífsleiðinni en Þórður á líklega auðveldara með það í dag en margir aðrir þar sem að vímuefnin hafa alltaf verið að trufla hann hingað til. „Ég hef ekki verið alveg nógu heiðarlegur við sjálfan mig. Ég hef oft haldið að ég sé að gera fína hluti en það var ekki þannig. Ég var alltaf að svindla einhversstaðar. Ég ætla að mæta inn í næsta mót í geggjuðu formi og reyna að gera eitthvað að viti.”

Vonast eftir að fá tækifæri
Hvar Þórður spilar næsta sumar er óljóst en ekki er ennþá útilokað að hann standi í marki Fjölnis.

„Ég er búinn að tala við Gústa, Óla (Ólaf Pál Snorrason) og Gunna og spyrja hver staðan er. Þeir hafa ekki lokað alveg á mig en ég ætla að reyna það sem er best fyrir mig. Kannski þarf ég bara að komast í annað umhverfi og byrja með nýtt blað,” segir Þórður en hann áttar sig á því að vinnan er rétt að byrja.

„Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður Ingason ákveðinn um leið og hann kláraði kaffibollann.
Athugasemdir
banner