fös 06. nóvember 2015 14:12
Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið
Arnór Ingvi: Slúðursögur eru hluti af bransanum
LG
Borgun
Arnór átti frábært tímabil í Svíþjóð.
Arnór átti frábært tímabil í Svíþjóð.
Mynd: Getty Images
Borgun
Í leik með U21-landsliðinu.
Í leik með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason varð Svíþjóðarmeistari um síðustu helgi með Norrköping og var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Póllandi og Slóvakíu í vináttulandsleikjum. Arnór var kátur þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag.

„Ég er mjög ánægður. Maður hefur stefnt að því að komast í landsliðshópinn, það hefur alltaf verið markmið. Ég vonast eftir því að fá einhverjar mínútur til að sanna mig," segir Arnór sem er í fluggír og með sjálfstraustið í botni. „Það hefur gengið mjög vel, bæði hjá liðinu og mér persónulega. Ég er fullur sjálfstrausts."

Norrköping tryggði sér sænska meistaratitilinn í lokaumferðinni, þvert á allar spár fyrir mótið. Arnór, sem er 22 ára, segir að þessi vika sem Svíþjóðarmeistari hafi verið ansi ljúf.

„Hún hefur verið það. Maður er enn að átta sig á þessu en maður þarf að gíra sig aftur upp því við erum að spila strax í sunnudaginn um „Super Cup" þar sem deildarmeistarar og bikarmeistarar. Það er skemmtileg tímasetning á þeim leik. Það verður smá erfitt að gíra sig upp í það en maður nær því alveg."

Allur bærinn á hvolfi
Mikil gleði ríkir í Norrköping og enn er verið að fagna titlinum.

„Allur bærinn var á hvolfi þegar þetta gerist. Fólk hefur klæðst Norrköping meistaratreyjum alveg síðan titillinn var tryggður. Það er rosalega mikið fjör í bænum," segir Arnór sem er vinsæll meðal stuðningsmanna enda var hann stoðsendingahæsti leikmaður sænsku deildarinnar. Hann lendir í því að fólk stöðvi hann úti á götu og vilji fá svokallaðar „bolamyndir".

„Fólk þekkir mann alveg og maður er stoppaður í myndatökur þegar maður er úti en það er bara gaman að því."

Vissi ekki um hvað móðir sín var að tala
Slúðursögur eru í gangi um að ensku úrvalsdeildarfélögin Aston Villa og Bournemouth séu að skoða Arnór sem hefur bara heyrt þetta frjá fjölmiðlum.

„Ég vaknaði bara við símann minn einn morguninn í vikunni. Þá var móðir mín að hringja mig og spurði hvort ég hefði séð þetta. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún var að tala. Ég hef sjálfur ekkert heyrt. Bransinn er svona, slúðursögur eru hluti af þessu og ég held mér alveg á jörðinni," segir Arnór.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner