Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 07. nóvember 2015 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shawcross: Costa er yfirgangsseggur
Ryan Shawcross átti góðan leik þegar Stoke vann Chelsea, 1-0 í kvöld.

Shawcross átti í harðri baráttu við Diego Costa í leiknum, en Shawcross lýsir Costa sem eins konar yfirgangsseggi.

"Diego Costa fer í andlitið á þér, hann er yfirgangsseggur, svo þú verður að standa upp í hárinu á honum," sagði Shawcross.

"Hann er frábær leikmaður sem vill spila nálægt línunni, svo fyrir mig að halda honum rólegum er frábært."

"Það er frábær andi í hópnum og við erum gott lið. Ég meina sjáðu alla sigurvegarana úr Meistaradeildinni sem eru í hópnum okkar."
Athugasemdir
banner
banner