Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Shawcross: Þegar Costa fór að tuða í mér var stríðið unnið
Lítil vinátta
Lítil vinátta
Mynd: Getty Images
Enski varnarjaxlinn Ryan Shawcross er enn í skýjunum eftir að hafa haldið Diego Costa, sóknarmanni Chelsea, niðri í leik Chelsea og Stoke á dögunum.

Stoke vann 1-0 sigur og háðu Shawcross og Costa nokkrar rimmur í leiknum. Shawcross segir að Spánverjinn hafi gert mistök og gleymt sér í hita leiksins.

„Þegar Costa var farinn að einbeita sér að mér en ekki leiknum þá var stríðið unnið fyrir mig. Hann er frábær leikmaður og ég var ánægður að ná að slökkva í honum," sagði Shawcross.

Hann sagðist jafnframt vera ánægður með þær framfarir sem félagið væri að taka undir stjórn Mark Hughes.

„Við erum með landsliðsmenn sem komast ekki í byrjunarliðið og það sýnir hversu langt við erum komnir," sagði Shawcross.
Athugasemdir
banner
banner