Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. nóvember 2015 12:10
Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson aðstoðarþjálfari Fylkis (Staðfest)
Garðar Jóhannsson fer í þjálfaraúlpuna hjá Fylki. Hér er hann við undirskriftina ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni formanni og Hermanni Hreiðarssyni þjálfara.
Garðar Jóhannsson fer í þjálfaraúlpuna hjá Fylki. Hér er hann við undirskriftina ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni formanni og Hermanni Hreiðarssyni þjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem félagið tilkynnti að Garðar Jóhannsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.

Garðar mun verða aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ásmundi Arnarssyni á miðju sumri.

Hann mun einnig verða leikmaður hjá liðinu næstu þrjú árin en hann hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár.

Garðar er 35 ára gamall og hefur verið hjá Stjörnunni síðan árið 2010 þegar hann kom heim úr atvinnumennsku. Mikil meiðsli hrjáðu hann síðustu tvö ár og hann spilaði aðeins sjö leiki í Pepsi-deildinni í sumar og 9 í fyrrasumar.

Hann er mjög reynslumikill og spilaði á sínum tíma átta landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2008 - 2012 og skoraði í þeim tvö mörk.

Hjá Fylki mun hann leysa hlutverk Reynis Leóssonar sem var aðstoðarþjálfari í sumar en er nú tekinn við þjálfun HK í 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner