Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 18. nóvember 2015 12:03
Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Guðmundur Svansson
Stjarnan sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem það er staðfest að Eyjólfur Héðinsson sé genginn í raðir félagsins frá FC Midjylland í Danmörku.

Eyjólfur hefur gert tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann er fjórði leikmaðurin sem félagið fær í sínar raðir, áður komu Baldur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Hilmar Árni Halldórsson.

Eyjólfur er gríðarlega reyndur leikmaður en hefur verið í atvinnumensku síðastliðin 9 ár en á þeim tíma hefur hann leikið með GAIS í Svíþjóð, SønderjyskE og FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur Eyjólfur einnig leikið 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands og 5 leiki fyrir A landsliðið, síðast á móti Frakklandi árið 2012 undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar.

Eyjólfur hefur glímt við erfið meiðsl síðastliðin ár en hefur nú fengið bót meina sinna og er byrjaður að spila að nýju.

„Enginn vafi leikur á því að þarna gengur í raðir Stjörnunnar afburðar knattspyrnumaður sem styrkir leikmannahóp félagsins til muna og eykur samkeppni innan liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar hlakkar til að nýta hæfileika Eyjólfs, innan sem untan vallar og fagnar því að jafn öflugur knattspyrnumaður gangi til liðs við félagið," segir í tilkynningu félagsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner