HK-ingar hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni næsta sumar en þrír nýir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið að undanförnu.
Um er að ræða þá Hinrik Atla Smárason, Teit Pétursson og Viktor Smára Segatta.
Um er að ræða þá Hinrik Atla Smárason, Teit Pétursson og Viktor Smára Segatta.
Viktor Smári er 23 ára gamall sóknar og miðjumaður sem kemur frá Gróttu en hann lék þar áður með ÍR.
Teitur er 22 ára gamall varnarmaður sem kemur til HK frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Teitur spilaði fimm leiki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Hinrik Atli er tvítugur kantmaður sem kemur frá Fylki. Hinrik var í láni hjá Huginn á Seyðisfirði í sumar þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna 2. deildina.
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi HK síðan Reynir Leósson tók við liðinu af Þorvaldi Örlygssyni.
Auk ofangreindra leikmanna hafa Jóhannes Karl Guðjónsson, Hákon Ingi Jónsson, Ingimar Elí Hlynsson og Fannar Freyr Gíslason samið við HK undanfarnar vikur.
Þá hafa nokkrir leikmenn horfið á braut frá því á síðasta tímabili þegar HK endaði í 8. sæti í 1. deildinni.
Athugasemdir